fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Eyjan
Föstudaginn 12. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fjármálaráðherra verði heimilað að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að salan verði með útboðsfyrirkomulagi og opið öllum, ekki einungis fagfjárfestum og fyrirtækjum.

Orðið á götunni er að þetta frumvarp Sjálfstæðismanna sé vanhugsað og í raun birtingarmynd þess að þingmenn flokksins eru ráðþrota og hugmyndasnauðir. Í fyrsta lagi liggur það skýrt fyrir að ríkisstjórnin hefur í bili engin áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta frumvarp virðist því sett fram svona bara til að gera eitthvað. Kannski er þetta ný tegund af tafaleikjum og framhald á vitleysunni frá því í vor og sumar þegar stjórnarandstaðan setti Íslandsmet í málþófi og um leið sennilega heimsmet í leiðindum.

Orðið á götunni er að lítið liggi á að selja Landsbankann. Bankinn stendur traustum fótum og hefur frá árinu 2013 greitt eigendum sínum um 187 milljarða í arð, þar af 19 á þessu ári. Ríkið á 98,2 prósent í bankanum og því hefur nær allur þessi arður runnið í ríkissjóð. Gróflega reiknað til núvirðis nema þessar arðgreiðslur um 245 milljörðum. Sjálfstæðismenn eru að tala um að fá 350 milljarða fyrir bankann allan.

Orðið á götunni er að vissulega sé í lagi að íhuga sölu á Landsbankanum – fyrir rétt verð – en að lítill tilgangur sé í því fyrir stjórnarandstöðuna að ætla að reyna að stýra stjórnarstefnunni. Tómt mál er að tala um sölu á Landsbankanum fyrr en ríkisstjórn með þingmeirihluta og traust almennings á bak við sig ákveður að gera það. Líta verður því á þetta frumvarp Sjálfstæðismanna sem eins konar málfundaræfingu – Morfís útspil.

Orðið á götunni er að það sé kaldhæðnislegt að Sjálfstæðismenn skuli leggja fram framvarp um bankasölu. Sagan af bankasölu Sjálfstæðismanna er allt annað en góð. Síðast þegar fjármálaráðherra flokksins seldi hlut ríkisins í Íslandsbanka tókst svo óheppilega til að hann seldi föður sínum hlut og lagðar voru háar sektir á Íslandsbanka fyrir sinn þátt í útboðinu. Fjármálaráðherra varð að segja af sér eftir áfellisdóm frá Umboðsmanni Alþingis. Óhætt er að fullyrða að almennt treystir fólk ekki Sjálfstæðismönnum til að selja banka.

Það var svo núverandi fjármálaráðherra sem seldi eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári. Það útboð gekk glimrandi vel. Engin eftirmál urðu, það þurfti ekki að ávíta neinn eða sekta og enginn þurfti að segja af sér.

Orðið á götunni er að Sjálfstæðismönnum væri hollast að láta öðrum eftir að selja banka og aðrar ríkiseignir. Æskilegt sé að slíkt annist þeir sem kunna til verka en ekki þeir sem ítrekað hafa sýnt að það er þeim um megn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin