fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Fjölskyldubingó sem spila má yfir stefnuræðu Kristrúnar – Verðlaun í boði

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. september 2025 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver verður fyrst/ur til að hrópa BINGÓ í kvöld? segir á Facebook-síðu Alþingi.

Starfsfólk fræðsluteymis skrifstofu Alþingis hefur útbúið tólf mismunandi bingóspjöld sem hægt er að hafa við hendina og dreifa til fjölskyldumeðlima og vina.

Til að taka þátt skalt þú velja þér eitt bingóspjald (þau eru merkt frá 1 til 12), hafa opið í tölvunni þinni eða taka skjáskot af því í símanum. Þegar þú heyrir orð eða hugtak í einhverri ræðu þá skaltu merkja við orðið. Leiðbeiningar um hvernig er hægt að taka skjáskot og merkja inn á myndina er á Facebook-síðu Alþingis.

Ef þú nærð að merkja við öll orðin þá er komið bingó!

Ef þú nærð bingó þá sendirðu mynd af útfylltu spjaldinu á althingi@althingi.is. Dregið verður úr innsendum spjöldum og heppinn þátttakandi getur unnið einkaleiðsögn um Alþingishúsið.
Góða skemmtun!

Leiðbeiningar við að merkja inn á skjáskot:
iPhone
1. Finndu það sem þú vilt taka skjáskot af á skjánum.
2. Ýttu samtímis á hliðartakkann (rofi á hlið símans) og hækka hljóðstyrk takkann (efst á vinstri hlið).
3. Skjárinn blikkar og skjáskotið birtist neðst í vinstra horninu.
4. Ýttu á myndina sem birtist til að opna hana.
iPhone: Hvernig á að merkja eða skrifa inn á skjáskotið
1. Þegar skjáskotið opnast, birtist valmynd neðst.
2. Ýttu á blýantstáknið eða merkingar (Mark-up). Mögulega gerist þetta sjálfkrafa þegar skjáskotið er opnað fyrst.
3. Veldu lit og verkfæri (blýant, penna, strokleður). Þú getur breytt litnum með því að smella á litahjólið neðst hægra megin.
4. Teiknaðu eða skrifaðu á myndina með fingrinum.
5. Þegar þú ert búin(n), ýttu á Done (Lokið) og vistaðu myndina.
Android
1. Finndu það sem þú vilt taka skjáskot af á skjánum.
2. Ýttu samtímis á kveikja/slökkva takkann (rofi á hlið símans) og lækka hljóðstyrk takkann (undir hljóðstyrkstakkanum).
3. Skjárinn blikkar og skjáskotið birtist sem smámynd á skjánum.
4. Ýttu á smámyndina til að opna hana.
Android: Hvernig á að merkja eða skrifa inn á skjáskotið
1. Þegar skjáskotið opnast, leitaðu að Edit (Breyta) eða penna/blýantstákni.
2. Ýttu á táknið til að opna teikni- eða skrifverkfæri.
3. Veldu lit og verkfæri.
4. Teiknaðu eða skrifaðu á myndina með fingrinum.
5. Ýttu á Save (Vista) eða Done (Lokið) þegar þú ert tilbúin(n).
Að finna skjáskotið aftur
1. Opnaðu Myndir eða Gallery appið í símanum.
2. Skjáskot eru oft í sérstökum möppum sem heita Screenshots eða Skjáskot
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!