fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. september 2025 15:26

Eymar og Benedikt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa hjá Póstinum, eins og segir í tilkynningu.

Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni og hefur þegar hafið störf. Hann hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2018; fyrst sem hugbúnaðarsérfræðingur og síðar, frá árinu 2022, sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar. Benedikt er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BSc í tölvunarfræði og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af störfum innan hugbúnaðargeirans. 

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá Póstinum þar sem tæknin mun gegna lykilhlutverki í því að bæta þjónustu, einfalda ferla og styðja við vöxt og nýsköpun innan fyrirtækisins. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð með öflugu teymi og leggja mitt af mörkum til að gera Póstinn enn öflugri í stafrænum heimi,“ segir Benedikt.

Benedikt Þorgilsson

Eymar Pledel Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum og hefur þegar hafið störf. Hann er með víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum og var til að mynda svæðisstjóri WOW Air á sölu- og markaðssviði í S-Evrópu. Utan vinnu starfrækir Eymar Vínskólann ehf. þar sem hann leiðir nemendur sína um hinn heillandi heim léttvína. Eymar þekkir starfsemi Póstsins vel. Hann hóf störf hjá Póstinum árið 2020 og sinnti starfi vörustjóra til ársins 2023 en þá tók hann við sem forstöðumaður vörustýringar. Í því starfi kom hann að innleiðingu ýmissa umbótaverkefna sem hefur verið hluti af því umbreytingarferli sem Pósturinn hefur verið í um nokkurt skeið. 

„Ég er gríðarlega spenntur að taka við nýju hlutverki hjá Póstinum og hlakka til að fá að takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem það býður upp á,” segir Eymar. „Pósturinn stendur á tímamótum og það er heiður að fá að leiða sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins á þannig tímum.“

Eymar Pledel Jónsson

„Það er afar ánægjulegt að fá Benedikt og Eymar inn í framkvæmdastjórn Póstsins,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri. „Báðir hafa sýnt mikinn metnað og árangur í sínum störfum hjá fyrirtækinu og þeir þekkja starfsemina vel. Reynsla þeirra og þekking mun styrkja okkur enn frekar í því umbreytingar- og vaxtarferli sem við erum í. Með Benedikt í fararbroddi upplýsingatækninnar og Eymar í forystu viðskiptavinasviðsins erum við í enn sterkari stöðu til að efla þjónustu okkar, auka nýsköpun og tryggja að við mætum þörfum viðskiptavina með öflugum hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu