fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 13:10

Halla Tómasdóttir. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé ekki hægt að vera góður forseti nema maður sé maður sjálfur. Auðvitað er sumt sem maður þarf að gera sem forseti sem er kannski formlegra heldur en Halla, stelpan úr Kópavogi, er. Maður þarf stundum að sinna hlutverkinu og hlutverkið er stærra en maður sjálfur. En hlutverkið má ekki breyta manni í eitthvað annað en það sem maður er. Ég er bara og verð Halla, stelpan úr Kópavogi,“

segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands í viðtali við Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur í þættinum með Okkar augum.

Halla sem er sjöundi forseti Íslands tók við embættinu 1. ágúst 2024 og hefur því setið rúmt ár í embættinu. Áður starfaði hún sem rekstrarhagfræðingur, kennari og fyrirlesari á alþjóðavettvangi.

Aðspurð segist hún ekki ætla að láta embættið breyta sér, en á sama tíma hafi embættið breytt því að nú heyri fleiri þegar hún segir eitthvað sem skiptir hana máli.

„„Ég hef fleiri tækifæri til að vinna með öðrum að því að reyna að gera gagn og láta gott af mér leiða. Eins og til dæmis með riddara kærleikans. Margir koma með mér í það verkefni sem myndu kannski ekki gera það ef ég væri ekki forseti. En vonandi hefur það ekki breytt mér. Því ég vil bara vera Halla og ég er ekki hérna til að láta hlutverkið breyta mér, frekar kannski vil ég reyna að hafa áhrif á að embætti forseta Íslands geti haft meiri áhrif.“

Í kosningabaráttunni vakti hálsklútur Höllu og stuðningsmanna hennar mikla athygli. Segist hún hafa borið hálsklút í fyrsta sinn á ævinni í fyrstu kappræðunum.

„Það er svo fyndið að stundum færir lífið okkur bara óvænt merki. Þá var ég kvefuð og lasin og eiginlega raddlaus og setti á mig hálsklút. Einhvern veginn varð það að umræðuefni; sumum fannst hann geggjað flottur og öðrum fannst hann alveg hræðilegur. Allir höfðu skoðun á hálsklútnum,“ segir Halla sem ákvað að gera gott úr stöðunni og úr varð klútabyltingin svokallaða. „Maður getur tekið eitthvað sem er erfitt og sett smá húmor í það og haft gaman af.“

Heima fyrir á Halla dýrmætustu stundirnar við matarboðið með eiginmanninum Birni Skúlasyni og börnum þeirra, Tómasi Bjarti og Auði Ínu. Hún dásamar matseld Björns og segist rífa sig úr formlegu fötunum um leið og hún komi inn um dyrnar heima hjá sér og fari í „gamlar druslur“ eins og hún orðar það. „Helst mikið þvegnar og það er ekki verra ef það eru göt á þeim. Matarborðið er svolítið staðurinn okkar, þar sem mér líður eins og Höllu.“

Hún vonar að vera hennar í embætti forseta Íslands skili kærleiksríkara samfélagi þar sem allir fá notið sín. „Að ég eigi einhvern þátt í því að gera það með öðrum væri það sem ég myndi helst vilja skilja eftir mig.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“