fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Eyjan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn í dag eftir sumarleyfi. Það hefur reyndar ekki verið mikið um sumarleyfi ráðherra frá því þingi var slitið um miðjan síðasta mánuð, enda varla liðið sá dagur að einhver ráðherra hafi ekki tjáð sig í fjölmiðlum.

En fundurinn í dag veit á að sumarið sé senn á enda og brátt líði að því að þing komi saman á ný. Fyrirhugað er að setja þing 9. september og öll þau mál sem ekki voru afgreidd á síðasta þingi þarf að vinna á nýjan leik. Af 131 frumvörpum sem lögð voru fram á síðasta þingi urðu alls 35 að lögum og 96 voru óútrædd. Af 71 þingsályktunartillögum voru 12 samþykktar og 59 tillögur voru óútræddar.

Síðasta þing var venju fremur stutt, hófst 4. febrúar og lauk 14. júlí. Engu að síður er það ekki að sjá á afköstunum þótt vissulega hefði verið ákjósanlegt að fleiri mál hefðu hlotið þinglega meðferð. Fundað var í þinginu 91 sinni og stóðu þeir fundir samtals í rúmlega 710 klukkustundir.

Enginn getur þó gleymt málþófssirkusnum sem upphófst í aðdraganda þess að ljúka skyldi þingstörfum samkvæmt þágildandi starfsáætlun. Það háttalag allt var þeim til minnkunar sem sinntu því. Og það hefur reyndar orðið til þess að virðing kjósenda fyrir störfum fulltrúa sinna hefur beðið hnekki. Heyrast nú raddir um að grípa þurfi fyrr inn í þófsþruglið komi það upp á ný.

Það má heita öruggt að síðast liðið vor og fram á sumar var ekki í síðasta sinn sem málþófstrikkinu var beitt. Gera má sér í hugarlund hver viðbrögðin verða þegar grilla tekur í frumvarp til þingsályktunar um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um áframhald viðræðna við Evrópusambandið.

Þegar þar að kemur er víst að upp rísi sambærilegur hópur þingmanna og þæfði veiðigjaldamálið fyrir nokkrum vikum, en finni þá nýjar ástæður fyrir þófinu. Í grunninn væri það jafngildi þess að þeir treysti ekki þjóðinni til að ráða sínum hagsmunum. Engu að síður treystu þeir þjóðinni til að kjósa sig á þing fyrir hálfu ári eða svo og virtust ekki eiga í neinum vandræðum með að biðja kjósendur um stuðning í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Ef til vill verður ekki jafn fátítt að 71. grein þingskapalaga sé beitt hér eftir, og verið hefur fram til þessa. Það hefur þá hinn háværi en fámenni minnihluti þingsins kallað fram.

Allra best væri samt að kjörnir fulltrúar, hvort tveggja í meirihluta og minnihluta, virtu lýðræðið og þingræðið. Þá verður ekkert málþóf og vilji meirihluta kjósenda nær fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
05.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!