fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 13:30

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist mikill áhugamaður um allt sem bandarískt er og elska það land af öllu hjarta, með kostum þess og göllum.

Bandaríkin gáfu mér það sem mér var neitað um hér; nafnið mitt. Ég fékk Gnarr samþykkt sem ættarnafn þegar ég bjó í Texas. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Enda ber ég húðflúr því til heiðurs, af Texas fylki og með lone star stjörnunni yfir Houston, beint undir Jolly Roger sem var fyrsta flúrið mitt 1989 og varð kápan á bók minni Sjóræninginn,

segir Jón í færslu sinni og birtir með mynd af flúrinu. 

Segist Jón því alltaf áhugasamur um sendiherra Bandaríkjanna. Nýlega var Billy Long skipaður sendiherra hér á landi og segist Jón búinn að vera að lesa sér til um manninn.

Billy Long er 69 ára og menntaður uppboðshaldari. Hann er hvítasunnumaður og virðist frekar íhaldssamur og með dæmigerðar skoðanir á þungunarrofi, vopnalögum og málefnum hinsegin fólks. En hann þykir samt almennt hress og jafnvel uppátækjasamur. Ég óska honum til hamingju og hlakka til að fá tækifæri til að hitta hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum