fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Eyjan
Laugardaginn 19. júlí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu var óþolinmóður maður. Þegar honum leiddist orðavaðall eða málþóf á baðstofuloftinu hjó hann stundum hausinn af viðmælanda sínum.

Flestir landsmenn eru sammála um það að umræðan á þingi um veiðigjald og fiskveiðistjórnun hafi verið óumræðilega leiðinleg. Sömu rökin með og á móti voru endurtekin í sífellu og venjulegt fólk löngu búið að missa athygli og einbeitingu. Ræðumenn tileinkuðu sér upphafinn píslarvættissvip enda sannfærðir um eigið ágæti. Úr þessu varð leikhús fáránleikans og stormur í vatnsglasi. Margir sakna Þorgeirs Hávarssonar á þingi. Hann hefði aldrei liðið þetta innantóma þvaður.

Fleiri umræðuefni eru ákaflega leiðinleg. Ég hitti kunningja minn á dögunum í Kringlunni. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði lést um 15 – 20 kg. Þessu fylgdi löng lýsing á undralyfi, breyttu mataræði og líkamsrækt. Nýmjóu fólki finnst mjög gaman að segja sögur af lyfjakúrum og horfnum kílóum. Öllum öðrum en þeim sjálfum finnst megrunarsögur leiðigjarnar og þreytandi.

Annan gamlan félaga hitti ég á kaffihúsi. Hann fór að segja mér sögur af afrekum barnabarnanna sinna. Þessu fylgdi óspennandi myndasýning í farsíma. Enginn hefur gaman að barnabarnasögum nema foreldrar barnsins og afar og ömmur. Þær eru á pari við sumarbústaðasögur í leiðindum. Aldrei nennti Þorgeir H. að hlusta á sögur af barnabörnum eða sumarbústöðum.

Golfsögur eru afskaplega leiðinlegar fyrir þá sem ekki stunda þetta göfuga sport. Á dögunum var ég við jarðarför gamals félaga úr menntaskóla. Ræða prestsins var eins og frásögn íþróttafréttamanns af golfiðkun hins látna. Hann hafði fengið fjölmarga fugla og slegið holur í höggi á framandi völlum. Þegar kistan var borin út söng kórinn lítillega breytt gospellag með aðstoð einsöngvara: Sendu nú golfvagninn að sækja mig!

Þegar leiðindin í kringum mig verða yfirþyrmandi sakna ég þess oft að vera ekki líkari Þorgeiri Hávarssyni sem leysti málin á sinn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
EyjanFastir pennar
15.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
EyjanFastir pennar
15.11.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson