fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 18:03

Guðrún Hafsteinsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins segist hlakka til næsta þingvetrar. Núna þegar fallegasti og mest heillandi árstími landsins stendur yfir óskar hún landsmönnum gleðilegs sumar og hlakka til að eiga samtal við landsmenn. 

Segir hún þinglokin staðfesta fórn ríkisstjórnarinnar:

Þinglokin staðfesta að ríkisstjórnin lagði allt undir fyrir veiðigjaldið og fórnaði í leiðinni nánast öllum öðrum málum sínum. En við í Sjálfstæðisflokknum náðum mikilvægum áfanga með breytingartillögu okkar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem kemur í veg fyrir skattahækkun á rúmlega 90 þúsund manns. Það eitt sýnir hversu mikilvægt er að hafa sterka stjórnarandstöðu sem stendur vörð um fólkið í landinu.

Þessi tilraun ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta er aðeins forsmekkurinn. Við vitum hvert þau stefna, en við ætlum ekki að sitja hjá. Við stöndum með heimilum, fyrirtækjum og sjálfstæðu atvinnulífi.

Guðrún segir Kristrúnu Frostadóttur vera fyrsta forsætisráðherrann í 66 ár til að beita 71. greini þingskaparlaga. 

Ekki vegna neyðarástands, heldur til að þröngva í gegn skattahækkun. Það var ekkert annað en valdbeiting sem sýnir ekki styrk, heldur veikleika.

Guðrún segir sinn flokk halda áfram með skýra sýn:

Næsti þingvetur verður tími nýrrar baráttu og Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að leiða hana af ábyrgð og festu. Við ætlum að leggja áherslu á að bæta hag heimilanna, styðja við verðmætasköpun og sterkt atvinnulíf, og standa vörð um fullveldið. 

Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Sterkur Sjálfstæðisflokkur skiptir sköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra