Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, tók sér níu mánaða leyfi frá þingstörfum og er nú búin að koma sér fyrir í New York. Áslaug Arna mun í vetur leggja stund á meistaranám í stjórnsýslu og alþjóðlegri leiðtogahæfni (e. MPA – Master in Public Administration in Global Leadership) við Columbia háskóla og sagðist hún í vor vera að elta langþráðan draum með náminu.
Sjá einnig: Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Áslaug Arna kom til New York 29. júní og setti sér markmið að vera innan við viku að koma sér fyrir í íbúð sinni svo hún gæti lagst yfir skólabækurnar.
„Smá innlit í íbúðina hér í New York. Setti mér markmið að reyna koma mér hratt en vel fyrir á innan við viku sem tókst, til að geta byrjað að læra. Sumarfríið verður bara upplifunin þess á milli að fá að búa hér,“ segir Áslaug Arna í færslu á Instagram.
View this post on Instagram
Faðir Áslaugar Örnu og eiginkona hans hjálpuðu Áslaugu Örnu að kaupa húsgögn í Ikea, bera þau upp í íbúðina sem er á 4. hæð og engin lyfta og koma öllu fyrir í íbúðinni.
Í tveimur færslum á Instagram sýnir Áslaug Arna frá götunni sem hún mun búa í næstu mánuði og frá íbúðinni.
View this post on Instagram