fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Eyjan
Laugardaginn 24. maí 2025 21:30

Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Á myndina vantar Thomas Möller, sem var fjarverandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullt var út úr dyrum á aðalfundi Evrópuhreyfingarinnar á aðalfundi sem haldinn var í Iðnó fimmtudaginn 22. maí og var mikil stemning á fundinum. Kosinn var nýr formaður hreyfingarinnar og mikil endurnýjun varð í stjórn.

Jón Steindór Valdimarsson steig niður úr formannsstóli á fundinum.

Jón Steindór Valdimarsson flutti skýrslu stjórnar í síðasta sinn en hann lét af embætti formanns á fundinum. Magnús Árni Skjöld Magnússon var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn og hefur nú tekið við keflinu af Jóni Steindóri.

Mike Galsworthy

Níu voru í kjöri um sex stjórnarsæti og á meðan atkvæði voru talin flutti Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, mjög áhugavert erindi sem bar heitið Moving away from Brexit and towards a stronger European vision. Í erindi hans kom m.a. fram að mikill meirihluti Breta telur nú að útgangan úr ESB hafi verið mikið glappaskot. Galsworthy ræddi m.a. þá breyttu stöðu sem virðist komin upp í varnarsamstarfi vestrænna þjóða og taldi ekki ólíklegt að Vestur-Evrópa og Kanada myndu efla samstarf sitt á ýmsum sviðum.

Mikill meirihluti Breta telur nú að útgangan úr ESB hafi verið mistök sem skaði Bretland.

Í kjölfar erindis Galsworthys stýrði Bogi Ágústsson pallborðinu Ísland við borðið þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Egilsson ræddu stöðu Íslands og Evrópu frá hinum ýmsu sjónarhornum. Í máli Vilhjálms kom m.a. fram að hann teldi að Ísland þyrfti að láta af þeim ósið að horfa helst til þess hvað við getum fengið út úr samstarfi við aðra og horfa til þess hvað við getum lagt af mörkum. Til að eignast vini þurfi menn að vera vinir, ekki bara með útrétta hönd.

Bogi Ágústsson stýrði pallborðsumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Vilhjálmi Egilssyni og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur.

Fundinum lauk svo með hvetjandi erindi nýs formanns.

Magnús Árni Skjöld Magnússon, nýr formaður Evrópuhreyfingarinnar.

Niðurstöður stjórnarkjörs voru þær að Ágúst Ólafur Ágústsson, Dóra Magnúsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Páll Rafnar Þorsteinsson og Thomas Möller hlutu kosningu. Helga Vala og Páll Rafnar voru í fyrri stjórn en aðrir eru nýir í stjórn.

Jón Steindór Valdimarsson, Bogi Ágústsson og Mike Galsworthy.
Helga Vala Helgadóttir og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

Mike Galsworthy og Páll Rafnar Þorsteinsson stinga saman nefjum.
María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, létu sig ekki vanta á fundinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?