fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Eyjan

Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar: Stefnir í mikla endurnýjun – Ágúst Ólafur býður sig fram í stjórn

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 16:30

Ágúst Ólafur Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar verður haldinn í Iðnó á morgun, fimmtudaginn, 22. maí, og hefst hann kl. 17. Á fundinum verður kosinn nýr formaður hreyfingarinnar, en Jón Steindór Valdimarsson, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst, hefur einn lýst yfir framboði til formanns.

Einnig verður kosin ný stjórn á fundinum og eru 11 manns í framboði til stjórnar. Þeir eru eftirfarandi:

  • Ágúst Ólafur Ágústsson, ráðgjafi, hagfræðingur og lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður
  • Dóra Magnúsdóttir, samskiptastjóri hjá Hafrannsóknarstofnun
  • Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, leikkona og fyrrverandi þingmaður
  • Helgi Hrafn Gunnarsson, hugbúnaðarsmiður, tækniráðgjafi og fyrrverandi þingmaður
  • Inger Erla Thomsen, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi
  • Kristján Reykjalín Vigfússon, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík
  • Páll Rafnar Þorsteinsson, kennari í stjórnmálaheimspeki við Háskóla Íslands
  • Robert Fraser Williamsson, sérfræðingur í umhverfismálum
  • Sandra Berg Cepero, starfsmaður á Alþjóðasviði Háskóla Íslands
  • Steinar Harðarson, fyrrverandi svæðisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá Vinnueftirlitinu
  • Thomas Möller, rekstrarráðgjafi og leiðsögumaður

Helga Vala og Páll Rafnar eiga sæti í fráfarandi stjórn og því er ljóst að mikil endurnýjun verður í stjórninni.

Athygli vekur að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, gefur nú kost á sér til stjórnarstarfa hjá Evrópuhreyfingunni. Ágúst var annar tveggja formanna Evrópunefndar ríkisstjórnar. Í þeirri nefnd sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka ásamt fulltrúum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Meginverkefni hennar var m.a. að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga.

„Við fórum til Brussel og funduðum m.a. með framkvæmdastjórum ESB og gerðum í kjölfarið á því sérstaka úttekt á hugsanlegri einhliða eða tvíhliða upptöku evru“, segir Ágúst í samtali við Eyjuna.

„Ég er annars ansi stoltur af því að sem annar formaður þessarar nefndar þá tókst okkur flestum í nefndinni að vinna sameiginlegt sérálit en að því stóðu ASÍ, Viðskiptaráð, Samfylkingin, Samtök ferðaþjónustu, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu um „að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru“ og að ríkisstjórnin ætti „að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.“ Það þótti talsvert afrek á sínum tíma“, segir Ágúst.

Ágúst býr yfir reynslu á alþjóðavettvangi og starfaði á aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann m.a. greindi árangursríkar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna á vettvangi fjármála, stjórnunar og stefnumótunar.

„Ég kom að hönnun og greiningar á fyrstu könnun Sameinuðu þjóðanna meðal aðildarríkja um frammistöðu stofnana en það var heilmikið mál að vera í sambandi við ansi ólík ríki s.s. Norður-Kóreu sem sagðist ekki vera með internettengingu til að geta sinnt þessu eða Líbíu sem sagðist ekki geta svarað könnuninni þar sem á þeim tíma væri borgarastyrjöld í gangi eða Túrkmenistan sem sagðist einfaldlega ekki vilja vera í sambandi við umheiminn.“

Ágúst var meðhöfundur að úttekt um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandinu í bók sem Samfylkingin gaf út. Hann starfar nú einnig við ráðgjöf m.a. á sviði verkalýðsmála, heilbrigðismála og menningarmála og undanfarin ár hefur hann stundað kennslu við Háskóla Íslands.

Þá er Ágúst í stjórn Dýraverndarsambands Íslands.

„Ég er sannfærður að reynsla mín og þekking geti verið málstað Evrópuhreyfingarinnar til góðs,“ segir Ágúst Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn