fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Eyjan
Mánudaginn 19. maí 2025 03:15

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann datt margoft, hann var greinilega illa áttaður og átti erfitt með að koma fyrir sig orði. Þetta er meðal þess sem kom fyrir Joe Biden á meðan hann gegndi forsetaembættinu. Nú hafa nýbirtar hljóðupptökur vakið mikla athygli og „skekja Bandaríkin“.

The New York Post skýrir frá þessu og segir að stjórn Biden hafi reynt að halda þessum hljóðupptökum leyndum en nú hefur Axios birt þær.

Jacob Heinel Jensen, fréttamaður Berlingske í Bandaríkjunum, sagði í Berlingske að upptökurnar „skeki Bandaríkin“.

Upptökurnar eru frá yfirheyrslu yfir Biden í tengslum við rannsókn á ólögmætri vörslu skjala, sem varða þjóðaröryggismál, frá 2016-2017 en þá var hann varaforseti Barack Obama.

Í yfirheyrslunni haltrar Biden nánast í gegnum spurningarnar, gleymir smáatriðum og virðist ekki muna hvenær sonur hans lést.

Svo er að heyra að Biden telji að þetta hafi gerst á sama tíma og hann hætti á þingi en það var 2009 og sonur hans Beau lést 2015. Biden virðist telja að hann hafi fengið skjölin á sama tíma og Beau lést.

„Þetta gerðist . . . Í hvaða mánuði lést Beau? Þann 30. maí . . .“ segir Biden í upptökunni og þá grípur lögmaður hans inn í og minnir hann á að Beau hafi látist 2015.

„Lést hann 2015?“ spyr Biden sem var greinilega mjög illa áttaður.

Biden og hans fólk hefur margoft vísað fullyrðingum um slæmt andlegt og líkamlegt ástand hans á bug en nú er eitt og annað farið að koma fram í dagsljósið sem styður þær fullyrðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“