fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Eyjan
Sunnudaginn 11. maí 2025 13:33

Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri SFS, gefur lítið fyrir meintar óvinsældir auglýsinga samtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að best sé að spyrja að leikslokum varðandi umdeildar auglýsingar sem samtökin hafa staðið fyrir undanfarnar vikur þar sem reynt er að benda á að fyrirhuguð hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum útgerðarfyrirtækja sé óráð.

Heiðrún Lind var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún var spurð út í þau hörðu viðbrögð sem auglýsingarnar hafa fengið en 2/3 hluti aðspurðra í skoðanakönnun Maskínu sögðust vera óánægðir með auglýsingarnar. Þá hafa þær verið kallaðar „sjálfsmark ársins“ af þingmanni ríkistjórnarinnar.

„Ég reyndar hygg að það sé fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum hefur líkað vel við. Ég hef farið í margar auglýsingaherferðir og hringferðir í kringum landið og okkur er nú mjög oft legið á hálsi um af hverju við erum að þessu og hvers vegna erum við að eyða peningum í sjónvarpsauglýsingar. Það á ekki bara við núna, heldur hefur bara mjög oft átt við,” segir Heiðrún Lind.

Kristján spurði þá hvernig SFS lesi landið því að kannanir bendi til þess að herferðin sem sé í gangi ali á óvinskap meirihluta almennings í garð samtakanna og útgerða.

„Við skulum bara spyrja að leikslokum,“ svaraði Heiðrún Lind.

Varðandi kannarnir sagði hún að áhugavert væri að vitja hverjir væru að spyrja og hvaða spurningar það væru sem verið væri að leggja fyrir fólk. Benti hún á að ef fólk væri spurt hvort að það vildi sjá hærra veiðigjald þá væri líklegt að því yrði svarað játandi. Hvað slíkt gjald ætti að vera hátt væri hins vegar flóknari spurning og kvaðst Heiðrún Lind vera fullviss um að fólk yrði hissa ef það myndi kynna sér hvað útgerðir væru í raun að greiða mikið til samfélagsins.

„Þannig að mér finnst þetta kannski ekki beinlínis upplýsandi kannanir og kannski ekki til þess að upplýsa almenning heldur,“ segir Heiðrún Lind.

Hér má hlýða á viðtalið við hana í fullri lengd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“