fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars

Eyjan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 10:03

Heiða Björg Hilmisdóttir Mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur loks tjáð sig um þá ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins um að slíta meirihlutasamstarfi flokkanna tveggja og Pírata og Viðreisnar. Í færslu á Facebook síðu sinni segir Heiða Björg að ákvörðun Einars hafi einfaldlega komið eins og þruma úr heiðskíru lofti:

„Kæru vinir. Einhliða ákvörðun Einars Þorsteinssonar um slit á samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekkert í samstarfinu gaf tilefni til þessa, engar kröfur eða samtöl hafa farið fram innan meirihlutans um mikilvægi þess að breyta um kúrs fram að þessu.“

Heiða Björg segir ákvörðun Einars afar slæma og setja allt í borginni í uppnám:

„Ákvörðun Einars er vonbrigði enda var meirihlutasamstarfið farsælt og mörg mikilvæg verkefni í fullum gangi þar sem við vinnum að heilum hug fyrir hag borgarbúa. Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil sem og kúvendingar í mikilvægum málaflokkum þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið.“

Einar hefur hafið viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins. Heiða Björg segir blasa við að um hannaða atburðarás sé að ræða:

„Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það gerast að meirihluti borgarfulltrúa muni blessa þessa hönnuðu atburðarás sem nú er hafin og virðist hafa það helst að markmiði að koma Sjalfstæðisflokknum til valda á ný. Við í Samfylkingunni viljum halda áfram á réttri leið og vinnum að því öllum árum. Borgin okkar á betra skilið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða