fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings

Eyjan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 08:00

Trump vill komast yfir Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Bandaríkjamanna telur ekki að rétt sé að Bandaríkin beiti Danmörku þrýstingi um að selja Grænland. Heitustu stuðningsmenn Donald Trump eru einnig á móti því að það verði gert.

Þetta er niðurstaða könnunar sem Berlingske, Reuters og TV2/Politiken gerðu í janúar. Það liggur því fyrir að meirihluti Bandaríkjamanna styður ekki hugmyndir Trump um framtíð Grænlands og það sama á við um Grænlendinga og Dani en viðhorf þeirra var einnig kannað.

En þessar niðurstöður munu ekki halda vöku fyrir Trump að mati Sofie Rud, sérfræðings í bandarískum málefnum.

Hún sagði að þessi niðurstaða geti gert að verkum að Trump finnist hann niðurlægður. „Ef Donald Trump finnst hann vera að missa andlitið, þá er hann undir þrýstingi og þá verður maður að vera á varðbergi því þá getur hann orðið óútreiknanlegur,“ sagði Rud.

Ummæli Trump um að réttast sé að Bandaríkin fái yfirráð yfir Grænlandi vöktu mikla athygli og óróa á Grænlandi, í Danmörku og víðar. Þessi ummæli hans sýna að nú á öðru kjörtímabili sínu leggur hann grunninn að nýrri heimsskipun þar sem Bandaríkin eru ekki lengur traustur leiðtogi hins vestræna heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja