fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Eyjan
Sunnudaginn 5. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Björn Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs Íþróttasambands fatlaðra. Frá þessu er greint á vef Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra.

Jón Björn tekur við af Ólafi Magnússyni sem nýverið lét af störfum eftir 40 ára farsæla þjónustu við íþróttir fatlaðra í landinu.

Árið 2008 hóf Jón Björn störf hjá ÍF og hefur því 16 ára reynslu af starfsemi sambandins. Lengst af hefur hann gegnt starfi Íþrótta- og fjölmiðlafulltrúa hjá ÍF en hann hefur einnig verið aðalfararstjóri Íslands á sumar- og vetrarleikum Paralympics frá árinu 2016.

Jón Björn lauk námi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og síðan BA-gráðu í íslensku við Háskóla Íslands ásamt diplómanámi í fjölmiðlafræði. Hann lauk svo MBA-námi við Háskóla Íslands 2019 meðfram fullu starfi hjá ÍF. Jón Björn stofnaði vefsíðuna Karfan.is og stýrði henni allt til árins 2017 og þá hefur hann einnig gegnt ábyrgðarstöðum hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og lætur nú þar af störfum sem formaður barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildarinnar nú þegar hann tekur við sem afreks- og fjármálastjóri ÍF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar