fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Trump sakaður um að notfæra sér dauða 11 ára drengs í pólitískum tilgangi

Eyjan
Fimmtudaginn 19. september 2024 07:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hjarta Springfield í Ohio hefur djúp sorg föður fengið óvæntan pólitískan eftirleik. Nathan Clark missti 11 ára son sinn, Aiden, í hörmulegu slysi þar sem skólabíll og fólksbíll lentu í árekstri. Nú hefur Clark fengið sig fullsaddan á að Donald Trump noti slysið í pólitískum tilgangi.

BBC skýrir frá þessu og segir að slysið hafi átt sér stað í ágúst á síðasta ári. Þá lenti skólabíll, sem Aiden var farþegi í, í árekstri við fólksbíl sem var ekið af Hermano Joseph, sem er innflytjandi frá Haítí.

Hermano var síðar dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.

Trump notaði nýlega mynd af Aiden í færslu þar sem hann réðst á Kamala Harris. Daginn eftir gekk varaforsetaefni hans, J.d. Vance, enn lengra og sagði að „barn hefði verið myrt af innflytjanda frá Haítí“.

En það var dropinn sem fyllti mælinn hjá Nathan. „Þeir hafa nefnt son minn á nafn og notað dauða hans í pólitískum tilgangi. Þessu verður að linna,“ sagði Nathan á bæjarráðsfundi og bætti við: „Sonur minn var ekki myrtur. Innflytjandi frá Haítí varð honum að bana þegar slys varð.“

Hann bætti einnig við að ef Aiden hefði verið drepinn af „sextugum hvítum manni“ hefði „þetta hatursfulla fólk“ látið fjölskyldu hans í friði.

Framboð Trump hefur beðið fjölskylduna afsökunar en heldur fast í að segja verði frá þjáningum íbúa í Springfield í Ohio og vía þar til áskorana sem samfélagið stendur að sögn frammi fyrir vegna straums innflytjenda frá Haítí til bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun