fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári um þverrandi áhrif Moggans – Dagar og vikur líða án þess að fólk heyri af pillunum frá ritstjóranum

Eyjan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 14:30

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir það tákn um breytta tíma hversu seint hann fréttir af því þegar Moggin hrakyrðir menn og skammar. Skrifaði Gunnar Smári stutta sögu á Facebook-síðu sína um hvernig að hann hefði hitt mann í kjörbúð í gærkvöldi og þar hafi þetta verið til umræðu.

„Þessi maður hafði lent í slíku, Davíð Oddsson og hans pótintátar verið að skrifa um hvað hann væri arfavitlaus, en hann ekkert frétt af því, rakst á þetta fyrir tilviljun þegar hann var að renna yfir gamlan Mogga. Ég hef sömu reynslu, var t.d. líkt við Pol Pot um daginn en vissi ekki af því fyrr en að hálfgerður sérvitringur benti mér á það mörgum dögum síðar,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn.

Vísar hann til Staksteina Morgunblaðsins frá 29. júlí síðastliðnum þar sem yfirskriftin var „Vinstri öfgamenn í Efstaleitinu“. Var tilvitunin á þessa leið: „Hlustendum Rúv. fyrirgæfist að halda að engir vinstriöfgamenn væru til í heiminum, þar fær enginn slíkan stimpil, sama hvað þeir ganga langt í ofstopanum; hvorki Stalín né Sólveig Anna Jónsdóttir, Pol Pot né Pale-Stína, Maduro né Gunnar Smári Egilsson.“

Gunnar Smári segir tímana breytta því áður fyrr hefði þessi pilla borist hratt til hans.

„Þegar Mogginn hafði einhver áhrif í íslensku samfélagi hefði maður orðið var við það að lenda í kvörn blaðsins, alla vega hefði manni verið bent á það. Nú gengur fólk um göturnar dögum og vikum saman alls óafvitandi um að ritstjóri Moggans hafi dæmt það vitlaust og hættulegt samfélaginu.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna