fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. júlí 2024 17:30

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfyrirtækin, Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands sættu sig ekki við að einungis félög undir stjórn bænda fengu undanþágur frásamkeppnislögum til að sameinast og starfa saman, eins og fólst í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra. Þess í stað settu KS og SS sína menn á Alþingi í vinnu við að skrifa nýtt frumvarp sem gefur þeim frítt spil. Niðurstaðan blasir nú við. Öll kjötvinnsla á Norðurlandi komin á eina hendi.

„Hér er hafin vegferð sem við vöruðum við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Fyrirtæki sem í sameiningu hafa gríðarlega háa markaðshlutdeild bæði í nauta- og kindakjöti sameinast án nokkurrar aðkomu samkeppnisyfirvalda. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að öll sláturhús í landinu renni saman í eitt einokunarfyrirtæki, með svipuðum hætti og gerðist þegar undanþága fyrir mjólkuriðnaðinn frá samkeppnislögum var sett í lög. Munurinn er sá að opinber verðlagning er á ýmsum mjólkurvörum til að vernda neytendur og bændur hafa stjórn á Mjólkursamsölunni. Hvorugu er að heilsa í kjötiðnaðinum.“

Sjá einnig: Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ólafur segir fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda, sem flytja inn kjöt, vera í beinni samkeppni við fyrirtækin sem nú hafa ákveðið að sameinast. Sum þessi innflutningsfyrirtæki hafi á undanförnum árum sameinast öðrum fyrirtækjum í þágu hagræðingar, en þurft að fara með þær sameiningar í gegnum nálarauga samkeppnisyfirvalda, sem geta sett samrunum skilyrði, þá helst I þágu neytenda og til að tryggja áframhaldandi samkeppni. „Samverkamenn hagsmunaaðila í kjötiðnaði á Alþingi hafa tryggt að sláturfyrirtækin þurfa ekki að sæta neinu slíku eftirliti eða aðhaldi, búið er að kippa samkeppnisyfirvöldum út úr myndinni og menn gera bara það sem þeim sýnist. Þannig gætu forsvarsmenn innflutningsfyrirtækja á kjötmarkaði fengið fangelsisdóma fyrir t.d. samráð um verð eða skiptingu markaða, en keppinautum þeirra, forsvarsmönnum kjötafurðastöðva, hefur verið gefið frítt spil. Þetta er hróplegt ójafnræði og ranglæti sem má ekki standa. Þetta er eins og að í fótboltaleik sé dómarinn tekinn út af og síðan spilað eftir reglum sem annað liðið samdi.“

Hann segir þessa þróun hvorki neytendum né bændum til heilla til lengri tíma litið. „Það er nú orðið augljóst af hverju hagsmunaaðilar í kjötiðnaðinum og samtök þeirra sættu sig ekki við upphaflegt frumvarp matvælaráðherra um samkeppnisundanþágur. Það gerði ráð fyrir að eingöngu félög undir stjórn bænda fengju slíkar undanþágur. Fremur en að breyta rekstrarformi sínu og veita bændum raunveruleg yfirráð, settu stórfyrirtæki eins og KS og SS sína menn á Alþingi í vinnu við að skrifa nýtt frumvarp, sem gefur þeim frítt spil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi