fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Eyjan
Laugardaginn 29. júní 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktasta og vinsælasta skáld 19du aldar var Sigurður Breiðfjörð. Hann var margfaldur metsöluhöfundur og flestir kunnu eftir hann vísur eða kvæði. Þjóðskáld aldarinnar Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson komust ekki í hálfkvisti við Breiðfjörð hvað vinsældir varðaði. Sigurður var kærulaus og drykkfelldur og lenti í miklum hremmingum vegna tvíkvænismáls. Helstu gáfumenn samtímans snerust gegn honum af miklu offorsi eins og fýlugjarnir og afbrýðisamir listamenn gera oft. Hann var dæmdur til hýðingar en danskur kóngur forðaði Íslendingum frá þeirri reginsmán að hýða sitt vinsælasta skáld. Veraldleg yfirvöld gengu mjög hart fram gegn Sigurði og hættu ekki fyrr en innheimtulögfræðingar höfðu hirt allar hans jarðnesku eigur. Almenningur, embættismenn og þjóðskáld samtímans voru sammála um að Breiðfjörð ætti skilið að deyja úr hungri sem hann gerði.

Ástsælasta tónskáld liðinnar aldar var læknirinn Sigvaldi Kaldalóns. Hann veiktist alvarlega og varð að segja starfi sínu lausu. Þegar hann sótti um nýja stöðu lenti hann í útistöðum við læknafélögin. Þau voru í stríði við Hriflu Jónas og lenti Sigvaldi í skotlínu milli stríðandi fylkinga. Hann var rekinn úr læknafélaginu og bannað setjast að í Keflavík þar sem hann hafði fengið héraðslæknisembætti. Fjöldi málsmetandi manna í samfélaginu og samtök lækna voru sammála um að tónskáldið ætti að drepast úr sulti fyrir óljósan málstað. Enginn danskur kóngur skar Kaldalóns úr snörunni en Grindvíkingar skutu yfir hann skjólshúsi og björguðu þannig miklum menningarverðmætum.

Öfund of afbrýðisemi eru sterkar tilfinningar sem oft taka alla stjórn í umræðunni. Snjallir listamenn eins og Sigurður og Sigvaldi fengu að sannreyna að frægð og vinsældir eru afstæð hugtök þegar harðnar á dalnum. Skyndilega er aðdáendaskarinn sammála um réttmæti hýðingar eða hungurdauða. Á slíkum ögurstundum getur verið gott að eiga sér danskan kóng að bakhjarli eða hina drenglunduðu Grindvíkinga sem tóku Kaldalóns í fang sér þegar heimurinn sneri við honum baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
05.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!