fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í áttunda skiptið þann 20. mars. Markmið stjórnendadags er að tengja saman stjórnendur borgarinnar þvert á starfsstöðva sem og að styrkja og efla þekkingu stjórnenda og efla tengsl og samkennd innan hópsins.

„Á stjórnendadegi borgarinnar er boðið upp á markvissa fræðslu skv. áherslum hverju sinni og lagt upp með að efla tengsl milli stjórnenda,“ segir í svari borgarinnar við fyrirspurn Eyjunnar. Þau sem fengu boð um þátttöku í ár voru stjórnendur skipulagseininga hjá borginni, auk aðstoðarstjórnenda (s.s. aðstoðarskólastjóra). Til viðbótar var völdum hópi sérfræðinga boðin þátttaka í samræmi við áherslu dagsins sem í ár var „Þjónusta og stjórnun). Svið borgarinnar gátu svo boðið með þeim sérfræðingum sínum sem koma sérstaklega að þjónustustýringu eða innleiðingu þjónustustefnu. Af þeim 722 einstaklingum sem var boðin þátttaka þáðu 485 boðið en þátttakendur voru af öllum fag- og kjarnasviðum borgarinnar.

Kostnaður við stjórnendadaginn nam tæpum 6 milljónum króna og má þar helst nefna kostnað við leigu á sal í Hörpunni, veitingar í kaffihlé og greiðslur til nokkurra utanaðkomandi aðila sem komu fram. Eins greiddi borgin 80 þúsund krónur fyrir að láta skera út orðið „ÞJÓNUSTA“ úr frauðplasti. Afraksturinn var notaður til að skreyta sviðið.

Í lok dags var haldin móttaka í boði borgarstjóra sem kostaði 736.976 kr. Eins var undirbúningshópum stjórnendadaga 2023 og 2024 boðið í einu lagi út að borða í hádeginu og kostaði sú máltíð 64.750.

„Ekki er kunnugt um annan kostnað sem hafi fallið á Reykjavíkurborg tengt deginum“ segir loks í svari en Eyjan hafði óskað eftir upplýsingum um kostnað sem hafi fallið á borgina á veitinga- eða skemmtistöðum þennan sama dag.

Árið 2023 var kostnaður við stjórnendadag 5,4 m.kr. og fyrir móttöku borgarstjóra í kjölfarið 535.600 kr. Það árið skráðu 445 sig til þátttöku af þeim 717 sem var boðið.  Fjöldi stjórnenda hjá borginni hefur vakið athygli en á stjórnendadegi árið 2018 stóð til að mynda stjórnendur saman í stiga Hörpunnar. Stigin svignaði svo undan mannfjöldanum að gler í og undir honum sprakk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar