fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Steinunn Ólína reið RÚV – „Raðar í AÐAL-bekk og AUKA-bekk“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 19:30

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir RÚV hagræða sannleikanum og túlka skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu frá 2013 sér í haga þegar kemur að seinni kappræðum forsetaframbjóðenda daginn fyrir kosningar, þann 31. maí næstkomandi.

RÚV raðar í AÐAL-bekk og AUKA-bekk. Þetta bréf barst forsetaframbjóðendum frá  RÚV sem hyggst nú skipta frambjóðendum í tvo hópa eftir niðurstöðum skoðanakannanna í lokakappræður daginn fyrir kosningar. RÚV bregður fyrir sig þeirri afsökun að Ríkisútvarpið sé að mæta athugasemdum frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu um að fjölmennir þættir þjóni lýðræðislegri umfjöllun ekki vel,“ segir Steinunn Ólína í færslu á Facebook. 

Segir hún ekkert í skýrslu ÖSE  frá 2013, sem raunar fjallar um Alþingiskosningar, um að flokka eigi eftir fylgi byggt á skoðanakönnunum. „Auðveldlega mætti draga þátttakendur til tveggja þátta leika óháð öllum könnunum ef ekki væri skýr vilji hjá RÚV til að búa til A-bekk og B-bekk.  Aðal og auka. Í þeirri skýrslu svarar RÚV meira að segja þessum athugasemdum á þá leið að RÚV vilji gefa öllum frambjóðendum jöfn tækifæri,“ segir Steinunn Ólína.

Í kappræðum á RÚV sem fram fóru föstudaginn 3. mai mættu allir forsetaframbjóðendurnir tólf og var raðað í tvær raðir í stafrófsröð.

„En nú er öldin önnur og RÚV kýs að hagræða sannleikanum og bera á borð alveg glænýja túlkun á skýrslunni til þess einmitt að mismuna með A-bekk og B-bekk  í lokakappræðum. Ekkert í athugasemdum ÖSE snýst um að splitta frambjóðendum eða að mismuna þeim eftir fylgi. Þetta er því bara ásetningur hjá RÚV sem einu sinni var Ríkisútvarp allra landsmanna, en nú bara útvarp sumra landsmanna,“ segir Steinunn Ólína. 

Hvetur hún aðra frambjóðendur til að krefjast frekari skýringa. Og almenning til að láta í sér heyra, „nema auðvitað að allir séu sáttir við þetta og  þá verður þetta bara svona.“

Skýrsluna má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum