fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!

Eyjan
Laugardaginn 11. maí 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nútímasamfélagi er reynt að skapa sem öruggast umhverfi fyrir börn. Óteljandi öryggis- og eineltissérfræðingar ásamt uppeldisfræðingum eru stöðugt spurðir álits um ýmiss konar vafaatriði í sambandi við barnauppeldi. Allir eru sammála um það að börn skuli alin upp í bómull svo að þau geti ekki farið sér að voða. Foreldrar eiga að vaka yfir hverri hreyfingu barnsins, skutla þeim hvert sem er og vera alltaf nálægir og innan seilingar.

Ég tilheyri kynslóð sem ólst upp án öryggisbelta eða barnabílstóla. Faðir minn reykti mikið svo að ég stundaði óbeinar reykingar frá frumbernsku. Gamla herbergið mitt var málað með blýmálningu sem menn uppgötvuðu löngu síðar að var krabbameinsvaldandi. Helsti leikvangurinn voru nýbyggingar og stillansar innan um stórhættulegar naglaspýtur. Ég fór á gömlu reiðhjóli allra minna ferða í umferðinni og var aldrei skutlað. Foreldrar mínir mættu aldrei á æfingar eða kappleiki þar sem ég var þátttakandi. Kennarinn minn í barnaskóla var síðar úthrópaður sem barnaperri. Ég var kominn í vinnu 13 ára og vann eftir það á hverju sumri við hlið fullorðinna í garðyrkju, hjá Slippfélaginu og víðar.

Þessi æska og þetta uppeldi hefði kallað á afskipti barnaverndaryfirvalda á okkar dögum. Foreldrar mínir fengju tiltal fyrir vanrækslu og barnaþrælkun. Þessar uppeldisaðferðir höfðu þó sína kosti. Engum leiddist og ég man ekki eftir neinum leikfélaga í Lauganeshverfinu með kvíðagreiningu.

Ég er óendanlega þakklátur fyrir þessi æskuár. Öll þessi vinna og leikir við vafasamar aðstæður styrktu mig bæði andlega og líkamlega. Maður lærði að standa á eigin fótum og meta eigin verðleika í þessu krefjandi umhverfi.

Þakklátastur er ég fyrir að hafa lifað af þessa æsku sem nútíminn skilgreinir sem bæði fjandsamlega og stórhættulega fyrir börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
18.11.2025

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
EyjanFastir pennar
17.11.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans