fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Eyjan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að margir hafi hrokkið illa við þegar Morgunblaðið rifjaði upp framgöngu forsetaframbjóðanda í Landsdómsmálinu svonefnda. Katrín Jakobsdóttir kaus á Alþingi árið 2010 með tillögu þess efnis að að krafist yrði fangelsisdóms yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Meðal þeirra sem setið hafa á Alþingi fram undir þetta eru Katrín og Svandís Svavarsdóttir sem báðar kusu með því að draga Geir einan fyrir Landsdóm og reyna að fá hann dæmdan í fangelsi. Úrslitin ultu á 2 atkvæðum – þess vegna á atkvæði Katrínar og Svandísar. Geir þurfti einn að sæta réttarhöldum í Landsdómi en þrír aðrir ráðherrar sluppu naumlega eftir atkvæðagreiðslu á Alþingi. Niðurstaða dómsins var sú að Geir var sýknaður að mestu leyti. En öll þessi uppstilling þótti hið mesta níðingsbragð sem stýrt var af forystu Vinstri grænna.

Morgunblaðið bar þetta mál undir Katrínu í viðtali við hana nú um helgina. Hún var sérstaklega spurð hvort hún hafi beðið Geir afsökunar eins og sumir þingmenn sem kusu á móti honum hafa gert. Þar á meðal Ögmundur Jónasson. Katrín kvað nei við því! Hún sér því greinilega ekki eftir neinu.

Í ljósi þessa vekur það mikla athygli að samkvæmt skoðanakönnunum virðist um helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja Katrínu til embættis forseta Íslands. Þeir mættu hugsa ráð sitt í ljósi þeirrar illsku sem fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og þar með flokkurinn máttu þola af hálfu Katrínar og félaga í Vinstri grænum.

Við atkvæðagreiðslu á Alþingi í september 2010 greiddu allir þingmenn Vinstri grænna, 15 að tölu, atkvæði með ákæru. Hins vegar kusu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 16 að tölu, gegn ákæru. Meðal þeirra voru fjórir þingmenn sem enn eiga sæti á Alþingi, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þá greiddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson einnig atkvæði gegn ákæru en Sigurður Ingi Jóhannsson vildi láta dæma formann Sjálfstæðisflokksins í fangelsi!

Orðið á götunni er að Sjálfstæðisflokkur nútímans hafi sýnt mikið geðleysi með því að sætta sig við langvarandi samstarf við bæði Katrínu og Sigurð Inga eftir þessa aðför þeirra að formanni flokksins. Og enn virðist helmingur flokksmanna geta sætt sig við Katrínu ef marka má skoðanakannanir. En það eru sex vikur til forsetakosninga og nægur tími til að hugsa sitt ráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn