fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Eyjan

Segir örvæntingu Pútíns vera hættulega

Eyjan
Sunnudaginn 31. mars 2024 20:00

Vladímír Pútín. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir að enginn utan þröngs samsærisheims Pútíns trúi því að Úkraínumenn með aðstoð leyniþjónustu Bandaríkjanna, hafi eitthvað haft að gera með hryðjuverkaásina í tónleikasalnum í Croscus-miðstöðinni þann 22. mars síðastaliðinn. Pútín og Rússar hafa reynt að klína ábyrgðinni af árásinni á Úkraínu en þó hafa hryðjuverkasamtökin ISIS lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Björn segir í grein í Morgunblaðinu:

„Kreml­verj­ar eru orðnir svo samdauna lyg­inni í gervi­heim­in­um sem þeir skapa með áróðri sín­um og inn­ræt­ingu að eng­ar viðvar­an­ir duga um al­var­lega hættu sem steðjar að þeim og borg­ur­um þeirra.“

Hann bendir á að Pútín hafi tekið viðvörunum Bandaríkjamanna um yfirvofandi hryðjuverkaárás sem ögrun og ekki tekið mark á henni. Hann bendir á að við Crocus-tónleikasalinn hafi ekki verið nein öryggisægsla enda snúist allt öryggiskerfi ríkisins um Pútín og þá sem standa honum næstir.

Björn vitnar til ummæla sérfræðingins Owen Matthews sem segir ógnvekjandi að samsæriskenningar og ímyndanir einkenni málflutning upplýsingafulltrúa Rússlands, ríkis sem er kjarnorkuveldi og á fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Björn segir ennfremur:

„Þegar Pútín komst til valda fyr­ir ald­ar­fjórðungi lofaði hann Rúss­um vel­sæld og ör­yggi enda fengi hann að skerða frelsi þeirra, seg­ir Matt­hews. Nú séu þess­ar for­send­ur brostn­ar. Hann hafi enga burði til að tryggja þjóðarör­yggi. Hon­um hafi mistek­ist að leggja und­ir sig Úkraínu með leift­ur­sókn árið 2022. Árið 2023 hafi Jev­geníj Prígó­sjín næst­um tek­ist að fella hann með einka­her sín­um. Nú sitji hann uppi með hryðju­verk í Moskvu þótt banda­ríska leyniþjón­ust­an hafi rétt gjör­ónýt­um þjóðarör­ygg­is­stofn­un­um hans hjálp­ar­hönd. Pútín hef­ur svipt Rússa ör­yggi og vel­sæld er dóm­ur Owens Matt­hews.

Þetta er öm­ur­leg og hættu­leg staða í öllu til­liti nú um páska 2024. Hún batn­ar ekki við að ör­vænt­ing Pútíns fái út­rás með hryðju­verk­um hans í Úkraínu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Alvarleg staða franskra ríkisfjármála

Alvarleg staða franskra ríkisfjármála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekin við völdum – Það helsta

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekin við völdum – Það helsta