fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Eyjan

Gylfi Zoëga: Vextirnir hafa bein áhrif á vísitöluna, einn grunnmælikvarðann við vaxtaákvarðanir Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla er hægt að bjóða fólki upp á að búa í hagkerfi eins og því íslenska, þar sem vextir sveiflast gífurlega mikið, meira en í öðrum löndum. Það er eitt þegar fólk lendir á fjárhagsvandræðum vegna mistaka í sínum fjármálum en verra þegar það er hagkerfið sjálft sem býr til vandamálin. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við HÍ og fyrrverandi nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir það stórfurðulegt að vaxtakostnaðurinn sjálfur komi beint inn í húsnæðislið neysluvísitölunnar, sem er einn grunnmælikvarðinn við vaxtaákvarðanir. Gylfi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Gylfi Zoega - 3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gylfi Zoega - 3.mp4

„Það að vextir séu svona háir og að þeir sveiflist svona mikið er stórt vandamál. Maður getur sagt að það er varla hægt að bjóða fólki að búa í hagkerfi þar sem vextir sveiflast um, hvað, 8,5 prósentustig. Það er eitt að fólk lendi í fjárhagserfiðleikum vegna þess að það gerir mistök í sínum persónulegu fjármálum, en maður vill búa í þannig hagkerfi að hagkerfið sjálft sé ekki að búa til vandamál því að þessi vandamál hafa síðan áhrif á heimilislíf hjá fólki, börnin, foreldrarnir rífast, áhyggjurnar og þetta,“ segir Gylfi.

„Það er því mikilvægt að hafa kerfi þar sem vaxtastig er sem stöðugast.“

En það höfum við ekki hér á Íslandi. Hvað er til ráða?

„Ég vissi alveg að þú myndir spyrja eitthvað á þessa lund. Já, vextir hérna, seðlabankavextir, eru um tvöfalt hærri en í Evrópu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar eru þeir eitthvað 4-5 prósent. En verðbólgan er samt, ef þú notar samræmdu vísitöluna þar sem hægt er að bera saman án þess að húsnæðisliðurinn sé að rugla, þá er hún 5,6 prósent hérna og er einungis hærri í löndum sem við viljum ekki, held ég, bera okkur saman við, Tyrkland, Serbíu, Rúmeníu og eitthvað slíkt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Svo er annað, svona svo ég skjóti því inn, vextirnir vigta það stórt sem kostnaðarliður hjá fyrirtækjum, bæði framleiðslufyrirtækjum og versluninni, að þeir hafa sjálfstæð áhrif á verðlag. Vaxtahækkanir, ég tala nú ekki um svona stórfelldar vaxtahækkanir eins og við erum búin að horfa á hér, þú getur algerlega fært rök fyrir því að hluti þeirra verðhækkana sem hafa orðið stafi beinlínis af þessum háu vöxtum.

„Jú, en þeir segja, sérfræðingarnir í Seðlabankanum, að þessi áhrif séu ekki það stór að þau breyti þeirri mynd að vaxtahækkun lækki verðbólguna, en það er annað sem þú gætir hafa sagt, sem er enn furðulegra, sem er að vaxtakostnaðurinn sjálfur kemur beint inn í húsnæðisliðinn.“

Það er annað, ég hef reyndar bent á þetta í skrifum, að vaxtabreytingar Seðlabankans hafa bein áhrif á húsnæðisliðinn sem hefur bein áhrif á vísitölu neysluverðs sem er ein af grunnstærðunum sem Seðlabankinn horfir á við vaxtaákvarðanir þannig að þegar hann hækkar vextir þá hækkar vísitalan sem verður til þess að Seðlabankinn telur sig knúinn til að hækka vexti enn frekar þannig að við erum komin þarna með einhverja eilífðarvél.

„Já, það má segja það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið
Hide picture