fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Getur sala á gullskóm bjargað fjárhag Donald Trump?

Eyjan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 04:17

Skórnir eru ekki í ódýrari kantinum en eflaust vilja margir stuðningsmenn Trump eignast eins og eitt par.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Himinháar sektir ógna lausafjárstöðu Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og gæti hann neyðst til að selja úr eignasafni sínu til að mæta sektargreiðslunum. En það er kannski hægara sagt en gert því í gegnum feril sinn hefur Trump lýst sjálfum sér sem mjög auðugum manni.

En hann stendur frammi fyrir miklum vanda vegna allra þeirra ákæra og málshöfðana sem hann þarf að verjast þessi misserin og nú þegar hefur hann verið dæmdur til að greiða sektir og bætur upp á sem svarar til um 70 milljarða íslenskra króna.

Margir hafa því spurt sig hvort það stefni í gjaldþrot Trump. Að mati erlendra fjölmiðla þá er staðan ekki svo slæm nú en ljóst er að Trump er í ákveðnum lausafjárvanda. Það er ein af ástæðunum fyrir að hann hefur nú farið þá óvenjulegu leið að selja íþróttaskó sem heita „The Never Surrender High-Tops“. Nafnið vísar til þess að hann og stuðningsfólk hans muni aldrei gefast upp. Parið kostar litla 400 dollara en það svarar til um 55.000 króna.

Það eru 1.000 pör í boði og eru að minnsta kosti 10 þeirra með eiginhandaráritun Trump. Þegar Trump kynnti skóna á ráðstefnu í Philadelphia um helgina greiddi maður einn sem svarar til 1,2 milljóna íslenskra króna fyrir par með eiginhandaráritun Trump.

En skósalan dugir ekki ein og sér til að standa undir sektargreiðslum. Dómstóll í New York dæmdi hann í síðustu viku til að greiða 355 milljónir dollara í sekt og með vöxtum er reiknað með að upphæðin verði 450 milljónir dollara. Þetta svarar til um 60 milljarða króna. Í janúar var hann dæmdur til að greiða E. Jean Carroll, rithöfundi, sem svarar til 10 milljarða króna í miskabætur.

The Forbes segir að eignir Trump séu um 2,6 milljarðar dollara en aðeins örlítill hluti þeirra er í reiðufé. Í úttekt sem New York Times gerði á fjárhagsstöðu Trump á síðasta ári, þá átti hann um 350 milljónir dollara í reiðufé. Trump segist sjálfur eiga um 400 milljónir í reiðufé.

Hvað sem því líður, þá er ljóst að Trump mun eiga erfitt með að greiða sektina og bæturnar en það stefnir þó ekki í gjaldþrot. Hann á rúmlega 500 fyrirtæki en gæti neyðst til að selja úr eignasafninu til að geta greitt sektir og bætur.

Þetta getur komið sér illa fyrir hann því virði eigna hans mun lækka þegar kaupendur vita að hann neyðist til að selja. Síðan þarf að selja eignirnar með hraði og það gerir að verkum að erfiðara verður að semja um gott söluverð.

Trump hefur eins og venjulega ekki legið á skoðunum sínum og segir nýja dóminn vera hneyksli og sakar dómarana um að vera spillta og láta pólitík ráða för. Hann segist ætla að áfrýja dómnum.

Þegar hann áfrýjar honum hefur hann 30 daga til sanna að hann eigi peninga til að greiða sektina eða til að finna sjálfstætt fyrirtæki sem er reiðubúið til að setja fram tryggingu fyrir greiðslunni. New York Times segir að lögmenn Trump séu nú þegar á höttunum eftir fyrirtæki sem er tilbúið til að leggja þessa tryggingu fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að