fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Eyjan
Laugardaginn 7. desember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi 19. aldar var Ísland dæmigert landbúnaðarsamfélag. Stærstur hluti þjóðarinnar bjó í dreifðum byggðum landsins en við ströndina voru örsmáir þéttbýliskjarnar í kringum verslun og fiskveiðar. Embættismannastéttin og bændur höfðu mikla óbeit í þessu þéttbýli. Bjarni Thorarensen skáld kallaði Reykjavík „allra dumheders uppsprettu“ og Fjölnismenn vöruðu við slíkum ör-kaupstöðum. Tómas Sæmundsson sagði að alls konar slæpingsháttur og ómenning þrifist við sjávarsíðuna.

Alla 19. öldina og fram eftir þeirri 20. ríkti þessi neikvæða afstaða til bæja- og þorpssamfélaga. Mönnum var fyrirmunað að sjá að framtíð Íslands byggðist á fiskveiðum og verslun en ekki á stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Jónas Hallgrímsson sagði að bóndi væri bústólpi og bú landstólpi. Fjölmargir hafa vitnað til þessara orða í tímans rás.

Þrátt fyrir gífurlegar þjóðfélagslegar breytingar á síðustu 120 árum hefur þessi neikvæða afstaða bænda og búaliðs til bæjarsamfélagsins lifað góðu lífi. Allar barnabækur frá mínum unglingsárum fjölluðu um böl borgarlífsins og blessun sveitalífsins. Hugmyndafræðin kringum hið umdeilda Breiðavíkurheimili byggði á þessu. Sveitin ein eða strjálbýlið gæti bjargað unglingum og íslenskri menningu frá villu síns vegar.

Í nýafstöðnum kosningum var mikið rætt um misjafnt vægi atkvæða eftir landshlutum. Framsóknarmenn fengu 3792 atkvæði í Kraganum og engan mann kjörinn en Flokkur fólksins fékk 3022 atkvæði í NV kjördæmi og tvo þingmenn. Atkvæði úr dreifbýli vega mun þyngra en atkvæði Reykjavíkurpakksins. Í núverandi kosningalögum er sætum úthlutað eftir dularfullu stærðfræðilíkani sem enginn skilur. Grunnhugsunin er frá 19. öldinni. Mannlíf í þéttbýli er mun minna metið en samfélagið í dreifðum byggðum landsins. Þetta var skoðun Fjölnismanna og nútímastjórnmálamenn hafa gert hana að sinni í einhverri tímalausri sveitarómantík og minnimáttarkennd gagnvart landsbyggðinni. Það sýnir algjöra uppgjöf þingmanna af Reykjavíkursvæðinu að þetta skrítna fyrirkomulag skuli fá að viðgangast ár eftir ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
02.07.2025

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu