fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Eyjan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í vikunni að þeir flokkar sem hann vill helst vinna með í ríkisstjórn eftir kosningar séu Miðflokkurinn, Viðreisn – á góðum degi – eins og hann orðaði það og Flokkur fólksins.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en einmitt núna þótt orðið á götunni sé að flokkurinn muni fá fleiri atkvæði upp úr kjörkössum á laugardag en kannanir gefa til kynna. Engu að síður hafa flestir talið ólíklegt að flokkurinn verði í næstu ríkisstjórn.

Viðreisn, sem hefur verið á mikilli siglingu og aukið fylgi sitt jafnt og þétt eftir því sem nær dregur kosningum, er væntanlega minnug þess hvernig fór þegar flokkurinn fór í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 2017. Að líkindum er það fyrst núna sem flokkurinn er að jafna sig á þeirri stjórnarþátttöku og mjög ólíklegt að Viðreisn horfi til Sjálfstæðisflokksins sem heppilegs samstarfsflokk í ríkisstjórn enda mikið sem skilur þessa flokka að í stórum málum.

Miðflokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í kosningabaráttunni þótt aðeins virðist hafa fjarað undan fylgisaukningu flokksins á lokametrunum. Flokkur fólksins hefur hins vegar færst í aukana upp á síðkastið og virðist vera að toppa á réttum tíma.

Samkvæmt kosningaspá Metils um helgina fá Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins samtals 31 þingsæti og nokkrar líkur eru á því að flokkarnir fái hreinan meirihluta á Alþingi. Boðuð tíðindi varðandi fylgi Flokks fólksins í skoðanakönnun Maskínu, sem birt verður á fimmtudag, gefa til kynna að miklar líkur séu á því að þessir þrír flokkar geti myndað meirihlutastjórn eftir kosningar.

Orðið á götunni er að í ljósi þess að Bjarni Benediktsson er nú farinn að tala hlýlega til Flokks fólksins sem mögulegs samstarfsflokks í ríkisstjórn og þeirrar stöðu sem skoðanakannanir og kosningaspár gefa til kynna sé ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins að verða mjög líkleg eftir kosningar. Ekki ætti að vera vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn að vinna saman og báðir flokkar séu til í að kosta til miklu til að Viðreisn og Samfylkingu verði haldið frá ríkisstjórnarborðinu.

Orðið á götunni er að ljóst sé að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins myndi í senn stórauka ríkisútgjöld til að stórbæta kjör öryrkja fyrir Flokk fólksins og lækka skatta, sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur tala fyrir. Einnig megi búast við því að auðlindagjöld verði lækkuð. Afleiðing útgjaldaaukningar og skattalækkana er hallarekstur og mun því ríkið þurfa að sækja í enn meiri mæli en nú er inn á fjármálamarkaði eftir lánsfé. Hagfræðingar vita að útkoman úr slíku er aukin verðbólga og hærri vextir en ella. Hætt er við að fljótt hrikti í stoðum íslensks atvinnulífs og heimila undir slíkri stjórnarstefnu.

Ef að líkum lætur ná hvorki VG né Sósíalistaflokkurinn inn á þing í kosningunum og því verður Flokkur fólksins sá flokkur sem lengst verður til vinstri á Alþingi eftir kosningar. Orðið á götunni er að athyglisvert sé, eftir reynsluna af sjö ára vinstristjórnarsamstarfi með VG, að Bjarni Benediktsson skuli ætla að endurtaka leikinn og reyna að mynda stjórn þvert yfir pólitíska litrófið á þingi.

Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn hafa í þessari kosningabaráttu varað við „vinstri slysum“ og „vinstri beygjum“. Orðið á götunni er að þau aðvörunarorð séu tilkomin af þungbærri reynslu sjálfstæðismanna af eigin vinstri beygjum og vinstri slysum í vinstristjórninni sem hér hefur setið frá 2017. Enginn þekkir afleiðingar slíkra slysa betur en einmitt sjálfstæðismenn.

Orðið á götunni er að þau leynist víða vinstri slysin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum