fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Eyjan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 04:24

Pam Bondi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Matt Gaetz, sem Donald Trump hafði tilnefnt sem dómsmálaráðherra sinn, neyddist til að draga sig í hlé í kjölfar ásakana um fíkniefnaneyslu og að hafa misnotað ólögráða ungmenni kynferðislega, tilnefndi Trump Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra. En hver er hún?

Hún hefur verið dyggur stuðningsmaður Trump árum saman og hefur ítrekað tekið undir staðlausar fullyrðingar hans um að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningunum 2020 þegar Joe Biden bar sigur úr býtum. Nú verður hún æðsti yfirmaður dómsmálaráðuneytisins, ráðuneytis sem Trump er mjög í nöp við.

Tveimur dögum eftir forsetakosningarnar 2020 fjölluðu fjölmiðlar enn af fullum krafti um kosningarnar. Þar var hin íhaldssama Fox News engin undantekning. Einn af fréttamönnunum þar, Steve Doocy, var í beinni útsendingu þegar hann stoppaði skyndilega til að ganga úr skugga um að hann hefði heyrt rétt: „Pam, sagðir þú „falsaðir atkvæðaseðlar“?“

Það var einmitt það sem Pam Bondi, sem var þá ráðgjafi Trump, hafði sagt og þar með hellt enn meira bensíni á samsæriskenningar um kosningasvindl, meðal annars í hinu mikilvæga sveifluríki Pennsylvania.

Talningin var enn í fullum gangi en Bondi gerði það sama og Trump og lýsti því yfir að hann hefði sigrað í Pennsylvania. En staðreyndin er hins vegar að Biden fékk aðeins fleiri atkvæði en Trump í ríkinu og það tryggði honum forsetaembættið.

Bondi gaf síðan eftir í yfirlýsingum sínum og setti aldrei neinar sannanir fram fyrir staðhæfingum sínum en nú fær hún verðlaun fyrir að hafa haldið tryggð við Trump, embætti dómsmálaráðherra.

Hún er 59 ára. Hefur starfað sem saksóknari og var dómsmálaráðherra Flórída frá 2011 til 2019 þegar hún gerðist lobbíisti hjá hinu áhrifamikla ráðgjafafyrirtæki Ballard Partners sem hefur sterk tengsl við Trump.

Hún var í verjandateymi Trump 2019 þegar fyrsta málið gegn honum var höfðað fyrir ríkisrétti en þingið ákærði hann þá fyrir embættismisnotkun og fyrir að fara ekki að vilja þingsins. Var hann sakaður um að hafa nýtt sér stöðu sína sem forseti til að beita úkraínsku ríkisstjórnina þrýstingi með því að hóta að hætta hernaðarstuðningi við landið ef Volodymyr Zelenskyy, forseti, féllist ekki á að rannsaka mál Joe Biden og sonar hans, Hunter Biden, en Trump sakaði feðgana um spillingu. Trump var sýknaður og Bondi fékk í kjölfarið stöðu í Hvíta húsinu sem ráðgjafi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð