fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Eyjan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 20:00

Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir leiða tvo stærstu flokkana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálafræðingar hafa bent á að það gæti nú gerst í fyrst skipti í alþingiskosningum á Íslandi að taktísk hugsun kjósenda ráði miklu um úrslitin. Þetta gerðist í forsetakosningum hér á landi sl. sumar þegar þeir sem gátu ekki hugsað sér að Katrín Jakobsdóttir hlyti kosningu lögðu mat á það hvaða frambjóðandi gæti unnið hana. Halla Tómasdóttir varð fyrir valinu og hlaut kosningu með talsverðum yfirburðum eftir að kjósendur gerðu sér ljóst að hún var lykillinn að því að koma í veg fyrir kjör sósíalistaleiðtogans. Halla tók við embætti sínu þann 1. ágúst og hefur farið vel af stað í embætti.

Orðið á götunni er að miðað við nýjustu skoðanakannanir sé svipuð staða komin upp varðandi komandi kosningar og nú gæti taktísk hugsun kjósenda ráðið miklu í fyrstra skipti í alþingiskosningum hér á landi. Skoðum betur hvernig þetta gæti gerst miðað við nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið:

Vinstri græn mælast með sáralítið fylgi eins og í margar vikur að undanförnu, nú einungis 3 prósent sem dygði flokknum alls ekki til að fá þingmann kjörinn. Þeir sem vilja tryggja að vinstri menn eigi rödd á Alþingi gætu valið að kjósa frekar Sósíalistaflokk Íslands sem mælist nú með 6,4 prósent.

Flokkur fólksins mælist nú með 12,5 prósent. Þeir sem velja hann þurfa samt væntanlega að horfast í augu við það að litlar líkur eru á að flokkurinn komi til greina við stjórnarmyndun því væntanlega hræðast flestir mögulegt samstarf við Ragnar Þór Ingólfsson og Sigurjón Þórðarson sem líklega ná báðir kjöri, nú eða Ingu Sæland, formann flokksins. Því gætu kjósendur séð fyrir sér að atkvæði þeirra hefðu meiri áhrif verði þeim varið til að kjósa Samfylkinguna eða Viðreisn.

Sama gildir um Pírata. Þeim hefur aldrei verið boðið til stjórnarsamstarfs og því geta kjósendur vænst þess að hafa meiri áhrif með atkvæði sínu með því að kjósa frekar Viðreisn eða Samfylkinguna, en þessir tveir flokkar standa Pírötum trúlega næst. Píratar mældust í könnun Prósents í gær með 6,7 prósenta fylgi.

Í umræddri könnun frá í gær mældist Framsóknarflokkurinn með einungis 4,4 prósenta fylgi sem er reyndar alveg með ólíkindum. Með því fengi flokkurinn sennilega engan fulltrúa kjörinn á þing. Kjósendur flokksins gætu því velt því fyrir sér að styðja frekar Miðflokkinn sem nýtur nú 13,5 prósenta stuðnings.

Orðið á götunni er að í þessum taktísku vangaveltum öllum geti blandast inn í hvorn flokkinn, Viðreisn eða Samfylkingu, kjósendur geta frekar hugsað sér sem sem forystuflokk við myndun næstu ríkisstjórnar en Viðreisn mældist í könnun Morgunblaðsins með 22 prósenta fylgi en Samfylkingin með 18,3 prósent. Verði úrslit kosninganna í einhverju verulegu samræmi við umrædda skoðanakönnun rúmri viku fyrir kosningar mun valið standa milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur eða Kristrúnar Frostadóttur til að gegna hinu vandasama embætti forsætisráðherra. Taktísk hugsun kjósenda á lokasprettinum getur ráðið miklu um það hvor þeirra verður fyrir valinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?