fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Eyjan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir súrrealískt að Jón Gunnarsson hafi reynt að gera frambjóðendur Samfylkingarinnar tortryggilega í tilefni af afhjúpun Heimildarinnar á meintum hrossakaupum og spillingu innan Sjálfstæðisflokksins.

Jón Gunnarrson starfar sem stendur innan matvælaráðuneytisins þar sem fyrir liggur umsókn um leyfi til hvalveiða frá Hvali hf. Forstjóri Hvals, Kristján Loftsson og Jón eru ágætis kunningjar. Sonur Jóns sagði við tálbeitu á vegum alþjóðlegs njósnafyrirtækis að faðir hans hefði komið sér inn í ráðuneytið gagngert til að afgreiða leyfið fyrir kosningar. Þetta hafi Jón gert því hann væri að hætta í stjórnmálum og væri því „eiginlega sama um allt annað“.
„Honum mun takast það. Þó að það verði hans síðasta verk í stjórnmálum þá mun hann ná því.“

Heimildin fékk sendar upptökur frá fundum tálbeitunnar við son Jóns í síðustu viku og settu blaðamenn sig í kjölfarið í samband við Jón. Áður en fréttin birtist steig Jón þó sjálfur fram bæði í Bítinu á Bylgjunni og svo í færslu á Facebook þar sem hann úthúðaði Heimildinni fyrir aðför að fjölskyldu sinni. Tók hann þar sérstaklega fram að tveir frambjóðendur Samfylkingarinnar væru fyrrum starfsmenn Heimildarinnar en þar vísar hann til Þórðar Snæs Júlíussonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar.

Kasti skítnum í saklausa áhorfendur

Össur segir að það sé aumkunarvert er að reyna að blanda frambjóðendunum inn í þetta mál til að dreifa athyglinni frá raunverulega fréttapunktinum – spilling innan Sjálfstæðisflokksins.

„Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins. Súrrealískt er að sjá að þegar ísraelskir leyniþjónustumenn fletta ofan af hrossakaupum og spillingu innan Sjálfstæðisflokksins þá bregst sá sem flett er ofan af við með aumkunarverðri tilraun til að kenna nafngreindum frambjóðendum Samfylkingarinnar um uppljóstrunina. – Tilefnið? Jú, frambjóðendurnir unnu einhvern tíma með fréttamönnum Heimildarinnar. Þeir ágætu fréttamenn hafa reyndar ekkert til saka unnið í þessu ótrúlega máli annað en birta efni sem þeim var sent og virðist svo sannarlega eiga erindi við þjóðina.“

Össur tekur fram að það bjargi ekki neinum sem standi í skít upp að hálsi að reyna að kasta skítnum í saklausa áhorfendur.

„Slíkur darraðardans ýtir mönnum yfirleitt lengra niður í kviksyndið. Þannig gefur samtalið sem Heimildin birti fulla ástæðu til að krefjast þess að hlutverk forystu Sjálfstæðisflokksins verði rannsakað í kjölinn. Þar er nefnilega fullyrt af innvígðum Sjálfstæðismanni að hún hafi vitandi vits ætlað Jóni Gunnarssyni að gefa út hvalveiðileyfi m.a. í þeim tilgangi til að ná til baka atkvæðum sem tapast höfðu vegna aumingjaskapar flokksins á fyrri stigum málsins. Semsagt, flokkshagsmunir fram yfir almannahagsmuni – enn einu sinni. Varla stöðvast þó frjálst fall flokksins í skoðanakönnunum við þessa tragísku uppákomu.

Líklega má þó þakka Jóni Gunnarssyni og óopinberri stassjón Mossads að frjáls fjölmiðlun, auðlindasukk og meint spilling Sjálfstæðisflokksins verða mun ofar á dagskrá kosninganna en ætla mátti í upphafi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna