fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir suma flokka tala fyrir og hugsa í lausnum um hvernig gera megi Ísland betra, en aðra flokka fyrst og fremst upptekna við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka.

„Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir lausnum og eru með hugann við það hvernig megi gera Ísland að betri stað til að búa á. Aðrir virðast fyrst og fremst uppteknir við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka,“

segir Jóhann Páll í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann svarar aðsendri grein Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Áslaug Arna hjólar í „stóra plan Samfylkingarinnar“

Segir Jóhann Páll ljóst af lestri Morgunblaðsins „að Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi. Þau mega ekki til þess hugsa að fjársterkustu hóparnir greiði sama hlutfall tekna sinna í skatt og millistéttin. Í þessu áróðursstríði reyna þau að nota pípara, smiði og hárgreiðslufólk sem skjöld.“

Segir forgangsmál Samfylkingarinnar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja

Jóhann Páll segir fyrirtækjaskatt og fjármagnstekjuskatt hafa hækkað á einyrkja og smærri fyrirtæki á vakt núverandi ríkisstjórnar. „Það sem hefur þó fyrst og fremst grafið undan rekstrarumhverfi þeirra er óstjórnin í efnahagsmálum, ófyrirsjáanleiki, hringl og viðstöðulaus hallarekstur sem á sinn þátt í því að við búum nú við einhverja hæstu stýrivexti á byggðu bóli.

Forgangsmál Samfylkingarinnar er að lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná stjórn á fjármálum ríkisins. Við erum með plan til þess. Planið snýst um tiltekt í ríkisrekstri og breytingar á lögum um opinber fjármál til að skapa aukna festu við fjármálastjórnina. En við ætlum líka að tryggja jafnræði í skattheimtu og sjá til þess að allra hæstu tekjurnar beri sömu skattprósentuna óháð því hvort þær eru teknar út sem arður eða laun. Eins og fram hefur komið verður útfærslan með þeim hætti að skattbyrðin breytist ekki á tekjur undir 1,3 milljónum á mánuði. Þetta er jafnræðismál og í samræmi við sjónarmið sem fram hafa komið í greiningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fjármálaráðuneytisins og Alþýðusambands Íslands.

Í dag er hæsta skatthlutfall launa 52,4% yfir 1,3 milljónum á mánuði en virk skattlagning arðs er 37,6%. Þetta skapar verulegt skattahagræði fyrir aðila með miklar fjármagnstekjur og það er skattagatið sem Samfylkingin ætlar að loka. Um leið verður frítekjumörkum beitt til þess að tryggja að skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt – enda snýst plan Samfylkingarinnar um að lækka kostnað heimila og fyrirtækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna