fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þórhildur Sunna hafnar að hafa brotið persónuverndarlög – Skjáskot sem bárust þingflokknum hafi ekki farið í dreifingu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. október 2024 11:33

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að hvorki hún né þingflokkurinn hafi beitt sér gegn lýðræðislega kjörinni stjórn flokksins. Einnig hafnar hún því að hafa brotið persónuverndarlög.

Þetta skrifar Þórhildur í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið er færsla Atla Þórs Fanndal, fyrrverandi samskiptastjóra, sem sagði að þingflokkurinn hefði brotið á sér með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Gögnum hafi verið dreift á meðal „flokkseigenda“ og grafið undan réttkjörinni stjórn.

„Undanfarið hefur fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum,“ segir Þórhildur. Segir hún trúnaðarbrest hafa orðið í starfssambandinu og hefðbundin vinnuréttarleg sjónarmið hafi legið að baki uppsögn fyrrum starfsmanns þingflokksins.

Sjá einnig:

Sárnar fréttaflutningur um sinn meinta hlut í hallarbyltingu innan Pírata – „Ég finn mig knúna til að árétta nokkur atriði“

„Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli,“ segir hún en geti ekki tjáð sig um mál einstakra fyrrum starfsmanna. „Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis