fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“

Eyjan
Miðvikudaginn 23. október 2024 15:30

Jón Gunnarsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði af megnri óánægju gallharðra sjálfstæðismanna með stjórnarsamstarfið með Vinstri grænum og að þetta fylgi myndi skila sér aftur þegar flokkurinn væri búinn að losa sig við VG út úr ríkisstjórninni.

Ekki dró það úr bjartsýni sjálfstæðismanna að Bjarni þótti spila geysilega vel úr þeirri þröngu stöðu sem VG setti hann í með því að slíta stjórnarsamstarfinu framvirkt á landsfundi sínum í byrjun október og yfirlýsingum um að ekki yrði staðið um áherslur og forgangsmál sem samið var um þegar ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað undir forystu Bjarna í vor.

Orðið á götunni er að það hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir sjálfstæðismenn þegar skoðanakannanir í lok síðustu viku sýndu að flokkurinn hefur ekki endurheimt neitt sem nokkru nemur af því fylgi sem hann hefur tapað. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú álíka stór og Viðreisn, með 14-15 prósenta fylgi.

Um helgina var valið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í flestum kjördæmum. Jóni Gunnarssyni var hafnað í annað sætið í Kraganum og ákvað hann í kjölfarið að taka ekki sæti á listanum. Orðið á götunni er að þessa stundina gangi maður undir manns hönd og mikið sé þrýst á Jón að taka fimmta sætið í Kraganum. Er jafnvel reynt að sannfæra Jón um að fimmta sætið sé baráttusæti flokksins í kjördæminu. Það þýðir þó lítið því að jafn reyndur stjórnmálamaður og Jón veit vel að flokkurinn, sem í síðustu kosningum fékk fjóra menn kjörna í Kraganum, er ekki að fara að bæta við sig manni þar. Nokkuð öruggt er að fjórða sætið tapist og á slæmum degi gæti þriðja sætið verið í hættu.

Orðið á götunni er að Jóni standi til boða að færa sig yfir til Miðflokksins og leiða lista hans í Kraganum. Tæki hann því boði yrði það gríðarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að Jón nýtur mikils persónufylgis í kjördæminu og ljóst að framboð hans fyrir Miðflokkinn myndi sópa til hans atkvæðum sem annars færu á Sjálfstæðisflokkinn.

Orðið á götunni er að það geti enn aukið á raunir Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum að mögulegt er að Ásmundur Friðriksson sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi eftir að honum var hafnað við val á lista sjálfstæðismanna. Ásmundur, sem er frá Vestmannaeyjum en býr á Suðurnesjum, gæti tekið fyrsta eða annað sæti á lista Miðflokksins og tekið með sér fjölda atkvæða frá Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, er þegar komin í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík og orðið á götunni er að forysta Sjálfstæðisflokksins sé nú viðþolslaus af áhyggjum yfir því að Jón og Ásmundur sláist í hópinn með henni, sem gæti hæglega þýtt að flokkurinn nái engri viðspyrnu fyrir kosningarnar og endi undir 20 prósentunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun