fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Svandís sleppur ekki þrátt fyrir hamfarirnar í Grindavík

Eyjan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 08:38

Svandís Svavarsdóttir Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þau verða ekki búin að taka til í sínum ranni þegar þing kemur saman á mánudaginn, þá munum við leggja tillöguna fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í Morgunblaðinu í dag.

Inga og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ætla að leggja fram vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman eftir helgi. Breytir þá engu þótt hamfarir hafi orðið í Grindavík á dögunum og ærið verkefni sé fram undan þar.

„Við erum eftir sem áður harðir á því að leggja fram vantrauststillöguna við fyrsta tækifæri, en við ætlum að meta um helgina hvort það verði einhver neyðarlög vegna hamfaranna í Grindavík sem þarf að keyra í gegnum þingið á skömmum tíma, þá myndum við hleypa þeim fram fyrir,“ segir Sigmundur við Morgunblaðið.

Inga segist ekki vita hvort tillagan muni ná fram að ganga en til þess þyrfti stuðning þingmanna Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks.

„Það verður alveg jafn erfitt fyrir Sjálfstæðismenn að verja hana vantrausti núna, jafnvel þó þetta gos hafi orðið við Grindavík. Það hefur ekkert breyst í þeirra huga að matvælaráðherrann braut lög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“