fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eyjan
Laugardaginn 7. september 2024 09:00

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor á Bifröst, segist alveg geta séð fyrir sér að Vinstri Græn taki upp harða vinstri stefnu og nái vopnum sínum. Hann telur ekki hægt að lesa neitt sérstakt út úr fylgistapi Framsóknar að undanförnu en að fylgið sem sópaðist að honum í síðustu kosningum sé að fara frá flokknum. Eiríkur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Eirikur Bergmann 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Eirikur Bergmann 2.mp4

„Sterkur leiðtogi sem fer ofan í rótina og segir: Félagar, nú förum við bara aftur í harða vinstri stefnu og reisum flagg Svavars Gestssonar – Svandís Svavarsdóttir á ekki langt að sækja …“

Nei, nei, hún er trúverðugur fulltrúi þess.

„Hún er nefnilega trúverðugur fulltrúi þess. Svo reisa menn bara vinstri hnefann og slíta stjórninni og rjúka fram,“ segir Eiríkur.

Áttu von á því?

„Nei, en ég get alveg séð einhverjar vendingar þar sem þeir reisa sig við á ný. Ég er nú orðinn svo gamall í hettunni í þessu, Ólafur, að ég á ekki von á neinu – ég á von á öllu,“ segir Eiríkur og hlær.

Svo er það að gerast núna, sem við höfum í sjálfu sér ekki beinlínis séð fyrr en alveg núna upp á síðkastið, sem er að allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að mælast í einhvers konar lágmarki. Hingað til hefur þetta verið svona Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn. Um daginn kom könnun þar sem Framsókn var komin niður í 6-7 prósent.

„Já, en það gegnir samt öðru hjá Framsóknarflokknum. Það sópaðist að flokknum fylgi í síðustu kosningum og þeir fengu miklu meira fylgi heldur en maður hefði getað ímyndað sér einhverjum mánuðum fyrr og þeir hafa vanalega haft, þannig að þetta mikla fylgi sem sópaðist að þeim, það hefur verið að fara frá þeim. Það er í sjálfu sér ekki eitthvað sem maður átti ekki von á þannig að þó að við getum séð á súluritinu að fallið sé mikið hjá þeim eins og hjá hinum þá er það aðeins falskari mynd,“ segir Eiríkur.

Það er dálítið athyglisvert, ef maður horfir á Framsóknarflokkinn frá hruni, þá hefur þetta verið mikill rússíbani, fylgi flokksins. Hann fór upp í 24 prósent, ef ég man rétt, þegar Sigmundur Davíð leiddi hann 2013. Svo náttúrlega urðu miklar hremmingar á því kjörtímabili en er hægt að lesa eitthvað úr svona?

„Það er eiginlega það sem ég byrjaði á að segja; það eru þessar ógurlegu sveiflur sem eru bara tákn tímans. Fólk samsvarar sig ekkert lengur við stjórnmálaflokka eins og það gerði. Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur.“

Það eru kannski bara þeir sem eru yfir sjötugt?

„Já. Jú, jú, kannski rekast menn svona í réttina en það er miklu, miklu minna um það.“

Það er kominn svo stór kjósendahópur sem þekkir heldur ekki þetta hugtak nema mögulega af afspurn, fjórflokkinn.

„Já, akkúrat, og það að það sé einhver hluti af sjálfsmynd viðkomandi að hann sé í einhverjum flokki.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?
Hide picture