fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. september 2024 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Egill Helgason sjónvarpsmaður og Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill eru meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýna Ásgeir Bolla Kristinsson, fyrrum kaupmann, harðlega fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi. Ásgeir Bolli sem þekktur er undir millinafninu og kenndur við verslunina Sautján, sem hann rak eitt sinn, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins en umrædd ummæli lét hann falla í kjölfar frétta um að hann hefði óskað eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdum Sjálfstæðisflokknum, svokallaðan DD-lista, í næstu Alþingiskosningum. Friðjón segir ummælin birtingarmynd ákveðins vanda sem flokkurinn eigi við að etja.

Bolli sagði við Vísi:

„Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu.“

Tali gegn EES frá Spáni og sakni ungdómsáranna

Eins og áður segir hafa ummælin fallið í grýttan jarðveg. Samherji Bolla í Sjálfstæðisflokknum, Friðjón Friðjónsson, er að minnsta kosti ekki kátur með þau.

Friðjón segir í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Hér er birtingarmynd ákveðins vanda sem við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að eiga við. Það er aðeins of mikið til af eldri mönnum sem hafa ekki áttað sig á því að konur á fertugsaldri með góða menntun, mikla reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu geti nokkurn skapaðan hlut. Þeir sakna mest þess tíma þegar þeir voru ungir menn og fannst sjálfsagt að hæfileikalausum vinum þeirra væri lyft langt umfram efni og gáfur. Bolli hefur í seinni tíð, helst stundað hatramman áróður gegn EES samstarfinu af golfvelli á Suður-Spáni. Hvar hann ílengist í skjóli EES-samstarfsins. Það er margt sem flokkurinn þarf að huga að, í stöðunni sem hann er. En að sinna hugðarefnum hálf-áttræðs kylfings á suður-Spáni er ekki efst á þeim lista.“

Egill Helgason, samfélagsrýnir með meiru, er á svipuðum slóðum og hann segir um ummæli Bolla:

„Nú virðist allt vera að sjóða upp úr í Sjálfstæðisflokknum, en þessi ummæli eru varla til framdráttar uppreisnarmönnum í flokknum. Kannski þó einhverjir sem fíla þau?“

Hödd gerir hins vegar stólpagrín að Bolla:

„Æ, það er nú svolítið áhugavert að krúttleg karlremba á áttræðisaldri hafi áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna í pólitík. Ég get eiginlega ekki annað en velt því fyrir mér hvernig blessaður Bollinn hefur orku í þetta DD flipp sitt þar sem dágóður tími hlýtur nú að fara hjá honum í að halda hárinu á sér svona svörtu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem