fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Skiptar skoðanir um eldræðu Jóns – „Háttaði bara þáttastjórnendur í beinni“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2024 20:33

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappræður forsetaframbjóðanda hófust á RÚV kl. 19.40 í kvöld. Umræðunum í kvöld er skipt í tvo hluta.

Í fyrri hlutanum mætast sex efstu frambjóðendurnir miðað við könnun Gallup í dag og í síðari hlutanum mætast hinir sex sem mælast með undir 5% fylgi. Í fyrri hlutanum mættu því Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir.

Þáttastjórnendur sögðu að svo væri að heyra sem Jóni Gnarr fyndist forsetaembættið ekki valdaembætti. „Þú lýsir sjálfum þér fyrst og fremst sem stemningsmanni, sem eigi að fylgja tíðarandanum í þjóðmálaumræðunni. En hvað ef raunverulega reynir á þig í embætti forseta til dæmis stjórnarkreppa í landinu, meiriháttar hamfarir eða ófríður, er nóg að vera stemningsmaður í þannig aðstæðum?

Var Jón á því að fréttamaður væri að meina í pólitísku samhengi. „Þið voruð að spyrja mig, leyfið mér að svara,“ sagði Jón þegar þáttastjórnendur gripu fram í fyrir honum. „Það getur reynt á forseta á svo margan annan hátt en á pólitískan hátt. Þessi umræða um forsetaembættið að þetta sé embætti þar sem þú klippir á borða nema í undantekningartilfellum þar sem koma upp pólitískar krísur þá fyrst reynir á þig. Það reynir á forseta að standa með íslenskri þjóð í alls konar aðstæðum. Ég myndi alveg treysta mér að standa með íslenskri þjóð eða reyna að hjálpa við að leysa úr pólitískum vanda sem kæmi upp. Ég myndi algjörlega treysta mér til þess. Ég hef starfað áður í pólitík og hræðist ekki neitt.“

Benti Jón á að hann hefði í pólitík tekið óþægilegar ákvarðanir og hefði ásamt öðrum endurreist Orkuveitu Reykjavíkur. Sagðist hann aðspurður ekki bara hafa hækkað gjaldskrána og hvatti þáttastjórnanda til að kynna sér málið betur.

„Það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma á ævinni þurft að gera og vona að enginn þurfi að gera,“ sagði Jón um uppsagnir tengdar Orkuveitunni. „Standa með fólki í persónulegum krísum reynir á.“

Skiptar skoðanir eru um svar Jóns á X:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð