fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar: Nýr langtímasamningur við sjúkraþjálfara

Eyjan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 14:29

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára hefur verið undirritaður og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Þá hefur samningurinn verið samþykktur af Félagi sjúkraþjálfara sem lýsir yfir ánægju með samninginn. Samningurinn er svo sannarlega gleðileg tíðindi eftir fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað hvað verst á þeim sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda.

Aukagjöld heyra sögunni til

Samningurinn tryggir að frá og með 1. júní næstkomandi falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á notendur þjónustunnar og tryggir hann þannig aðgengi þeirra sem þurfa hvað mest á henni að halda. Það má því segja að samningurinn stuðli að auknum jöfnuði. Fyrir mér er það lykilatriði. Á þeim tíma sem enginn samningur hefur verið í gildi við sjúkraþjálfara hafa Sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við þjónustu þeirra samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Sjúkraþjálfarar hafa á þeim tíma innheimt aukagjald við hverja komu sem hefur gjarnan numið á bilinu 1.500 – 3.000 kr. Líkt og fyrr segir munu sjúkraþjálfarar hætta að innheimta þessi aukagjöld frá og með 1. júní.

Mikilvægt hlutverk

Sjúkraþjálfarar gegna mjög mikilvægu hlutverki á mjög víðtæku sviði endurhæfingar og viðhalda virkni einstaklinga með margvíslega sjúkdóma og afar mikilvægt að tryggja aðgengi að þjónustu þeirra óháð efnahag. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru mun fleiri, eða um 928.000. Árið 2022 leituðu 55.752 til sjúkraþjálfara sem er aukning um 11,3% á milli ára. Það sem af er ári 2024 hafa nú 41.964 farið í sjúkraþjálfun sem er 3,9% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Þá kemur fram að bætt aðgengi að sjúkraþjálfun með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins árið 2017 hafi dregið úr nýgengi á örorku vegna stoðkerfissjúkdóma. Það má því með sanni segja að gott aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara sé hagkvæm ráðstöfun opinberra fjármuna.

Aukið þróunar- og gæðastarf

Samningurinn kveður líka á um margvíslegt þróunar- og gæðastarf þjónustunnar í þágu notenda, en það felst meðal annars í þarfa- og kostnaðargreiningu og mótun aðferða við forgangsröðun þjónustu. Auk þess sem efla á möguleika til fjölbreyttari þjónustuleiða til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga og auka gæði. Hér er um að ræða afar mikilvægt skref til framtíðar og viðurkenning á mikilvægi sjúkraþjálfunar sem þó lengi hefur verið vitað um. Eitt er víst að þessi samningur kemur til með að hafa jákvæð áhrif á stöðu fjölmargra Íslendinga, hvort sem það er á fjárhag eða heilsu.

Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?