fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Stefnir í æsispennandi kosningar – Fylgi þriggja efstu nánast hnífjafnt

Eyjan
Mánudaginn 27. maí 2024 07:00

Hver tekur við lyklavöldum á Bessastöðum í byrjun ágúst?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að það stefni í æsispennandi forsetakosningar á laugardaginn ef miða má við niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Prósents. Samkvæmt henni eru þær Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir í einum hnapp á toppnum. Ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við þessa könnun er ljóst að örfá atkvæði geta ráðið úrslitum, svo litlu munar á fylgi frambjóðendanna.

Prósent gerði könnunina fyrir Morgunblaðið sem skýrir frá henni í dag. Hún var gerð frá því á þriðjudaginn og þar til í gærmorgun.

Fylgi Höllu Hrundar mælist 21%, fylgi Höllu Tómasdóttur mælist 20,2% og fylgi Katrínar Jakobsdóttur 20,1%.

Þetta er ekki marktækur munur, tölfræðilega séð en vikmörkin eru frá 18,1% upp í 23,2%.

Fylgi Baldurs Þórhallssonar mælist 16,9%. Þetta er marktækt minna fylgi en fylgi Höllu Hrundar en hins vegar skarast efri vikmörk Baldurs við neðri vikmörk Höllu Tómasdóttur og Katrínar og á Baldur því möguleika á að blanda sér í baráttuna nú á lokasprettinum.

Hægt er að lesa nánar um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“