fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands

Eyjan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, lofar íslensku þjóðinni að hún mun sem forseti aldrei staðfesta nein lög sem varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands. Hún telur það vera grundvallaratriði að þjóðin sjálf taki ákvarðanir í þessum efnum, í húfi sé framtíðin, framtíð okkar og barna okkar. Hún segir öðrum frambjóðendum frjálst að gera þetta loforð að sínu. Steinunn Ólína er gestur Ólafs Arnarsonar sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Hægt er að nálgast þáttinn hér á Eyjunni sem og á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig verður hægt að nálgast hann sem hlaðvarpsþátt.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Eyjan - Steinunn Ólína - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Steinunn Ólína - 4.mp4

„Ég ætla að bjóða íslensku þjóðinni upp á það að hún, þessi stórkostlega söguþjóð, sem elskar landið sitt og vill allt það besta fyrir Ísland, vegna þess að þjóðin hefur sagt það að hún vill ekki gefa auðlindir sínar, hún vill ekki skemma náttúru Íslands. Ég ætla að lofa íslensku þjóðinni því, miðað við þær valdheimildir sem forseti hefur, að nýta mér það aðgerðaleysi að staðfesta engin þau lög sem varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands,“ segir Steinunn Ólína.

Hér má sjá þáttinn í heild:

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
play-sharp-fill

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

„Það er loforð, vegna þess að ég lít svo á að íslenska þjóðin, um þetta verður hún að fá að kjósa sjálf. Það er ekki mitt að segja til um þetta. Ekki ríkisstjórnarinnar, ekki Alþingis. Þetta er framtíðin okkar, framtíð barnanna okkar og barnabarnabarna og allra þeirra sem á eftir koma og við getum verið í forystu annarra þjóða með því að standa sameiginlega vörð um okkar ástkæra land.“

Í samtali við Eyjuna eftir upptöku þáttarins sagði Steinunn Ólína:

,,Þetta er ekki róttæk hugmynd, hún er sjálfsögð, þjóðin verður að hafa val. Öllum meðframbjóðendum er velkomið að gera loforðið að sínu, því þetta snýst ekki um persónur og leikendur, heldur um framtíð Íslands.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
Hide picture