fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Eyjan
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víða grösugt á Íslandi og er Svarthöfði í hópi þeirra sem vilja vernda líf og landið sem það þrífst í. Sumu af því landi hefur þurft að sökkva undir uppistöðulón til að nýta eina helstu auðlind landsins, fallvötnin. Flest af því hafa þó verið móar og heiðarlönd sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, fremur lítil fórn þegar heildarhagsmunir eru vegnir. Samt hafa þvergirðingar þvælst fyrir þeim áformum endalaust með annarra hendinni og hvatt til orkuskipta með hinni.

Svarthöfði hefur haft áhyggjur af því um hríð að nokkur töf hefur orðið á byggingu nýrra virkjana uppá síðkastið og sér ekki betur en að í nokkurt óefni sé komið þegar skerða þarf raforku þannig að börn komast ekki í sund á Vestfjörðum og kynda þurfi vinnslur með rándýrri innfluttri olíu víða um land.

En það má virkja fleira. Það fyrirtæki sem helst stendur að öflun raforku hérlendis er Landsvirkjun, sem einmitt hélt aðalfund sinn í dag. Urðu þar nokkur tíðindi og í reynd nýbreytni í virkjanamálum.

Það var nefnilega með eftirgangsmunum fjármálaráðherrans að fundurinn ákvað að hækka skyldi arðgreiðslu úr félaginu til hluthafans, ríkisins, úr 20 milljörðum króna í 30. Þetta þykir sæta tíðindum því stjórn hafði ákveðið og lagt til opinberlega að hæfilegur arður, út frá helstu sjónarmiðum sem hafa þarf hliðsjón af við rekstur fyrirtækja, væri 20 milljarðar. Ráðherrann samþykkti svo tillöguna á fundinum, engum að óvörum. Svo hátt má grenja að undan láti.

Svarthöfði sér ekki betur en að þessi aukning arðgreiðslunnar hafi reynt nokkuð á því aldavinur formanns Sjálfstæðisflokksins, Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og formaður stjórnar Landsvirkjunar undanfarin 10 ár, vék úr stjórninni og inná er kominn í hans stað nær óþreyttur Framsóknarmaður.

Þegar Landsvirkjun getur ekki virkjað er því Landsvirkjun virkjuð – sama þó það kosti mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
EyjanFastir pennar
16.11.2025

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla
EyjanFastir pennar
15.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi