fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2024 18:30

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Of mikill hraði er í byggingarframkvæmdum hér á landi og hús byggð of þétt. Þegar ofan á bætist að við Íslendingar erum mikið í því að hafa glugga lokaða og ofnana á fullu getur afleiðingin orðið mygla. Guðjón Auðunsson, sem á dögunum lét af starfi forstjóra Reita fasteignafélags, segir samspil margra þátta valda mygluvandamáli í húsum. Oft sé gott einfaldlega að byrja á því að opna glugga. Guðjón er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 1.mp4

„Menn gleyma því stundum í þessari umræðu að langstærsti einstaki eigandinn að atvinnuhúsnæði á Íslandi er ríkið. Þeir eru miklu stærri en þessi félög, að ég held samanlagt, með sína spítala, fangelsi, skóla og svo mætti áfram telja. Þeir eru langstærsti aðilinn á þessum markaði í raun,“ segir Guðjón.

Hann segir ráðuneytin sjálf einnig taka sitt þegar kemur að húsnæði og bendir á að þau séu mörg hver að leita sér að bráðabirgðahúsnæði vegna mygluvandamála, sem séu grafalvarlegt mál á fasteignamarkaðinum, sem mögulega stafi af því hvernig hús hafi verið byggð hér á landi.

Guðjón segir myglu ekki hafa verið stórt vandamál hjá Reitum þó að sannarlega hafi nokkur dæmi komið upp. „Við höfðum að fyrir reglu að hlaupa ekki neitt undan því heldur bara tækla þau mál strax og í sem bestri sátt við viðkomandi aðila.“

Hefur þetta eitthvað með viðhald að gera? Þú nefnir hvernig hús eru byggð, en skiptir ekki líka máli bara hvernig umgengni um hús er og hvernig  viðhaldið er?

„Þetta er sambland af mörgum þáttum. Ég held að í fyrsta lagi þá séu hús byggð of þétt. Það á að lofta um hús. Þú átt að opna glugga, ég man eftir einu atviki hjá syni mínum sem bjó vestur í bæ og hélt því fram að það væri mygla í húsinu. Ég kom í heimsókn og allir gluggar grétu, móða á öllu og þau sögðu bara: Sjáðu, það er eitthvað að. Ég sagði, heyrðu, byrjið þið nú bara á því að opna gluggann og helst tvo og látið þið bara lofta um.

Það er dálítið sérstakt með Íslendinga, við lokum gluggum og fýrum upp í ofnunum. Umgengni er svo sannarlega einn partur af þessu. Ég held líka bara að hraði í framleiðslu húsa, þau séu byggð bara of hratt. Það var málið með Orkuveituhúsið, byggingarefnið fékk ekki að þorna, t.d. var parketið lagt ofan á o.s.frv. Þú getur talað um umgengnina, þú getur talað um verklag við framkvæmdir og framkvæmdina sjálfa, þetta eru margir hlutir sem koma saman.“

Guðjón ræðir meðal annars um krónuna og veltir því fyrir sér hvort hún sé þjóðhagslegt vandamál. Hann fjallar um fasteignamarkaðinn og mögulegar sameiningar í greininni – hvort ávinningur sé af stærri einingum. Enn fremur ræðir hann um mismunandi skuldsetningu íslenskra og erlendra fasteignafélaga og veltir fyrir ástæðunum fyrir því. Hann hefur áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi enn eftir að koma fram af fullum þunga og þau geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir almenning og atvinnulífið.

Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 12. apríl, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Hide picture