fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað má segja um helztu kandídata til forsetakjörs?

Eyjan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 16:30

Ole Anton Bieltvedt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands hefur ekki mikil bein völd, en hann er fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann er líka sameiningartákn Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi og framkvæmdarvaldinu. Vanda verður því vel val nýs forseta.

Hann verður að vera þjóðlegur – ekta Íslendingur – og alþjóðlegur í senn. Vera með tandurhreinan bakgrunn, flekklaus, með mikla og góða menntun og reynslu að sama skapi. Víðan sjóndeildarhring jafnt á innanlandsmál sem utan. Hann verður að hafa lítillátt en tígulegt fas. Bera sig vel, hafa látlausa en góða og kraftmikla útgeislun, standa skær meðal annarra leiðtoga.

Ég hef undrast það, hversu hér er mikið af flónum, sem telja sig hæf til að vera forseti landsins, vera kallaða, án þess að hafa – ekki einu sinni brot – af því, sem til þarf.

Fjórir kandídatar virðast standa fremstir í augnablikinu. Ég vil skoða þá aðeins, stikla á stóru:

  • Katrín Jakobsdóttir – brogaður stjórnmálaferill, VG náði litlu eða engu fram af sínum stefnumálum, fylgi hrundi úr 17% í 5%, flótti frá fári, ábyrgðarlítill viðskilnaður, blönduð mynd; „Not my girl“
  • Baldur Þórhallsson – óþægilegt kossaflens, of „sýnilegir“, maki skiptir líka máli
  • Jón Gnarr – flottur fýr og skemmtilegur, en fyllir varla kröfur, viljum við áramótaskaupið á Bessastaði?
  • Halla Hrund Logadóttir – hreinn og sterkur bakgrunnur, yfirburða menntun og reynsla, gegnumheil íslenzk og alþjóðleg í senn, flott fas; „That‘s my Girl“

Á FB-síðu sinni kynnir Halla Hrund sig svona:

„Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina“.

Í fréttatilkynningu eru m.a. þessar upplýsingar um Höllu Hrund:

„Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára.

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál.

Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum.“

Þarf hér frekari vitnanna við?

Heill Höllu Hrund og Íslendingum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu