fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Jón Gnarr telur að Katrín verði gagnrýnd harðlega – Á stanslausum ferðum um landið á vegum ríkissjóðs

Eyjan
Mánudaginn 8. apríl 2024 11:30

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri og núverandi forsetaframbjóðandi, segist búast við því að Katrín Jakobsdóttir fái harða gagnrýni fyrir framboð sitt til sama embættis enda sé það „svolítið umhugsunarvert “ að manneskja með það forskot sem hún hefur umfram aðra blandi sér í baráttuna um embættið með þessum þætti. Þetta kemur fram í athyglisverðu viðtali við Jón í Heimildinni sem birtist nú um helgina.

Í stanslausum ferðum um landið á vegum ríkissjóðs

„Ég veit ekki betur en að forsætisráðherra sé í stanslausum ferðum um landið sem forsætisráðherra sem margt af þessu fólki er að reyna að safna pening til að geta gert. En hún hefur verið á vegum ríkissjóðs að gera það. Ég held að það mætti alveg skoða að telja það sem ákveðna kosningabaráttu sem væri þá ekki alveg ærleg. Það væri þá falin kosningabarátta. En svo þarf það ekkert að vera þannig,“ segir Jón og telur þetta umhugsunarvert út frá siðferðilegu og lýðræðislegu sjónarmiði.

Katrín Jakobsdóttir. Mynd/Skjáskot úr framboðsmyndbandi

„Ég á ekki von á öðru en að Katrín muni fá harða gagnrýni einmitt fyrir þetta. Ég held að það gæti orðið svolítið þungur róður. Það þarf þó ekkert að vera algjörlega rangt að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta. Það getur alveg verið að það sé algjörlega brilljant. Mér finnst að minnsta kosti spennandi að vera hluti af þeim kosningum sem það gerist,“ segir borgarstjórinn fyrrverandi.

Hér má lesa viðtalið við Jón í heild sinni í Heimildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn