fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin svari ekki hvaðan milljarðarnir 80 eiga að koma – Þess vegna lækkar Seðlabankinn ekki vexti

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 09:05

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina enn ekki hafa svarað því hvaðan hún ætlar að sækja þá 80 milljarða króna sem hún lofaði í vetur til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Þetta sé ástæða þess að Seðlabankinn bíði með vaxtalækkun.

Þetta segir Þorbjörg í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Vonbrigði landsmanna þegar vextir voru ekki lækkaðir í kjölfar kjarasamninganna voru mikil. Tilfinningarnar eru hliðstæðar því þegar íslenska landsliðið tapar þýðingarmiklum leik. Eins og við höfum öll tapað,“ segir Þorbjörg í greininni.

Krónan stóra vandamálið

Bendir hún á að vaxtakostnaður heimilanna hafi aukist um 39 milljarða króna í fyrra. Því sé heilbrigt að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar bendi á að stöðugleiki og fyrirsjáanleiki sé risavaxið hagsmunamál fyrir fólkið í landinu.

„Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir nágranna okkar á Norðurlöndunum búa við þennan stöðugleika en Íslendinga búa við jójó-hagkerfi. Þetta muni ekki breytast fyrr en fólk getur reitt sig á stöðugan gjaldmiðil. Í huga forseta ASÍ er krónan stóra vandamálið,“ segir Þorbjörg.

Tekur hún dæmi frá nágrönnum okkar. Þar skilar stöðugleiki því að þegar fólk kaupi íbúð geti það treyst því að vextir haldist svipaðir sem og afborganir. Þeir séu lausir við jójó-sveiflurnar sem fylgi örgjaldmiðlinum.

„Við heyrum gjarnan þá söguskýringu að þessar sveiflur séu kostur. En heimilisbókhald alls venjulegs fólks segir aðra sögu,“ segir hún. „Frændur okkar í Færeyjum sem tengdust evru í gegnum danska krónu eru rólegir þegar vaxtaákvarðanir eru kynntar. Seðlabankastjóri er enginn sérstakur kvíðavaldur fólks í Færeyjum. Spennustig íslensku þjóðarinnar er töluvert annað þegar blaðamannafundir Seðlabankans hefjast.“

250 fyrirtæki hafa kvatt krónuna

Þessir æsispennandi blaðamannafundir hafi hins vegar ekki áhrif á alla landsmenn. Um 250 fyrirtæki hér á landi hafi yfirgefið krónuna. „Þessum fyrirtækjum bjóðast betri lánskjör en heimilin og hinn hluti atvinnulífsins njóta. Stór hluti þjóðarframleiðslunnar hefur yfirgefið krónuna, heil 42% skv. svörum viðskiptaráðherra við fyrirspurn minni,“ segir hún og vísar í fyrirspurn sína á Alþingi.

Nærri öllum kostnaðinum af vaxtahækkununum sé því velt yfir á heimili með húsnæðislán, ekki síst ungt fólk og barnafjölskyldur.

„Getur verið að ríkið borgi stóran hluta af kjarasamningum vinnumarkaðarins einmitt vegna þess hversu dýr þessi óstöðugleiki er fyrir almenning? Er ríkisstjórnin að bæta fólki fyrir jójó-hagkerfið?,“ spyr Þorbjörg að lokum. „Það á að hlusta þegar forystumenn í verkalýðshreyfingunni vilja ræða kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Og þegar þeir benda á það skakka hagsmunamat að velja krónuna áfram fyrir heimilin þegar stór hluti atvinnulífsins hefur skiljanlega valið að fara annað. Stjórnmálaflokkar verða svo að svara hvaða réttlæti er fólgið í því að fólkið í landinu fái ekki líka að velja.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“