Baldur Þórhallsson, háskólaprófessor, er með talsvert forskot á aðra frambjóðendur sem og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í nýrri skoðanakönnun sem Prósent sá um framkvæmdina á.
Ef gengið væri til kosninga nú fengi Baldur 27 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnuninni. Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri og listamaður, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 17 prósent. Halla Tómasdóttir, forstjóri B team, er í fjórða sæti samkvæmt skoðanakönnuninni með tíu prósent fylgi.
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sem hefur sterklega verið orðuð við framboð, og Arnar Þór Jónsson lögmaður koma þar á eftir með fjögur prósent. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar rekur svo lestina af þeim sem spurt var um með eitt prósent fylgi.
Alls svöruðu 1256 manns skoðanakönnuninni en nítján þeirra sem svöruðu könnuninni svöruðu „veit ekki“.
Einnig var spurt um ýmiskonar bakgrunnsbreytur og vekur nokkra athygli að Baldur hefur forystuna í flestum hópum á Katrínu ef undan er skilinn hátekjuhópur þeirra sem eru með milljón krónur eða meira í laun á mánuði.