fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Baldur með forskot á Katrínu og Jón Gnarr í fyrstu könnun

Eyjan
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 15:51

Baldur Þórhallsson Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, háskólaprófessor, er með talsvert forskot á aðra frambjóðendur sem og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í nýrri skoðanakönnun sem Prósent sá um framkvæmdina á.

Ef gengið væri til kosninga nú fengi Baldur 27 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnuninni. Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri og listamaður, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 17 prósent. Halla Tómasdóttir, forstjóri B team, er í fjórða sæti samkvæmt skoðanakönnuninni með tíu prósent fylgi.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sem hefur sterklega verið orðuð við framboð, og Arnar Þór Jónsson lögmaður koma þar á eftir með fjögur prósent. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar rekur svo lestina af þeim sem spurt var um með eitt prósent fylgi.

Alls svöruðu 1256 manns skoðanakönnuninni en nítján þeirra sem svöruðu könnuninni svöruðu „veit ekki“.

Einnig var spurt um ýmiskonar bakgrunnsbreytur og vekur nokkra athygli að Baldur hefur forystuna í flestum hópum á Katrínu ef undan er skilinn hátekjuhópur þeirra sem eru með milljón krónur eða meira í laun á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“