fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Segir bankana ekki þurfa að hækka vexti vegna stýrivaxta Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 15:30

Seðlabanki Íslands. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt, fyrrverandi kaupsýslumaður, ritaði á annan í páskum í reglulegum pistli sínum á Eyjunni að íslensku bankarnir noti stýrivexti Seðlabankans sem tylliástæðu til að hækka sína vexti. Hann vísar þessu til stuðnings í stýrivexti Evrópska seðlabankans og vexti þýskra banka sem fylgi ekki stýrivöxtunum jafn fast og bankarnir gera hér á landi.

Ole Anton tekur dæmi af vöxtum við íbúðakaup í Þýskalandi:

„Ef íbúð er keypt á 450.000 evrur (tæpl. 70 milljónir kr.) og lán tekið fyrir 320.000 evrum (tæpl. 50 milljónum kr.) eru dæmigerðir vextir þar nú 3,16% fastir vextir til 5 ára og 3,11% til 10 ára.“

Evrópski Seðlabankinn ákveður stýrivexti fyrir Þýskaland sem og önnur lönd sem hafa evruna sem gjaldmiðil. Ole Anton segir að þótt vextirnir á íbúðalánunum séu rétt yfir 3,10 prósent hafi Evrópski Seðlabankinn haldið sínum stýrivöxtum í 4,5 prósentum. Hann segir bankann hreyfa sína stýrivexti hægt þar sem stjórnendur hans viti að markaðurinn sjái oftast sjálfur um að jafna verðsveiflur.

Ole Anton svarar því næst þeirri spurningu hvernig þýskir bankar fari að því að lána fé til íbúðakaupa til lengri tíma á vöxtum sem séu svo langt undir stýrivöxtum, sem séu þeir vextir sem bankarnir greiða fyrir að fá fé að láni frá Evrópska seðlabankanum. Hann segir svarið einfalt:

„Flestir viðskiptabankar byggja sín útlán á innlánum viðskiptavina að viðbættu eigin fé. Margir þýzkir viðskiptabankar þurfa alla jafna ekki lán frá ECB (Evrópski seðlabankinn, innsk DV). Þeir eru því lítt háðir útlánsvöxtum ECB.“

Vilji styðja sína viðskiptavini

Ole Anton segir að þýskir bankar gætu gert eins og þeir íslensku og haft sína vexti hærri en stýrivextir Seðlabankans en þeir geri það ekki. Helstu ástæðurnar séu að þeir vilji styðja sína viðskiptavini til hagstæðra íbúðakaupa, þeir séu í harðri samkeppni við aðra banka en sú sé ekki raunin hér á landi og þýskir bankar skilji einnig sína samfélagslegu ábyrgð en þeir græði samt sem áður á því að hafa vexti svona lága.

Hann segir stýrivexti Seðlabanka Íslands hafa áður verið þeir vextir sem viðskiptabankar fengu á lánsfé frá Seðlabankanum en í dag séu þetta vextir sem bankarnir fái á fé sem þeir binda í Seðlabankanum í minnst 7 daga.

Ole Anton segir að samkvæmt ársreikningum íslensku bankana sé megnið af útlánum þeirra fjármögnuð með eigin fé og innlánum viðskiptavina. Það sem upp á vanti sé fjármagnað með erlendum lántökum eða skuldabréfaútgáfu. Skuldir bankana við Seðlabankann séu hins vegar sáralitlar.

Þetta þýði í raun að stýrivextir Seðlabankans hafi lítil áhrif á útlán og rekstur bankanna. Það sé ekkert sem skyldi þá til að fylgja breytingum á stýrivöxtum. Hækkun stýrivaxta sé því tylliástæða sem bankarnir hafi notað til að hækka sína vexti og auka gróða sinn með þeim afleiðingum að fjöldi lántaka hafi lent í miklum vandræðum.

Grein Ole Anton Bieltvedt í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði