fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Gunni Helga skorar á Baldur að bjóða sig fram til forseta

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 07:05

Gunni Helga og fjölmargir aðrir vilja fá Baldur og Felix á Bessastaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnaður hefur verið Facebook-hópur til stuðnings framboði Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands. Það var leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason sem stofnaði hópinn í gærkvöldi og nú þegar eru tæplega þrjú þúsund manns komnir í hann.

„Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands. Þess vegna skora ég á hann að bjóða sig fram,“ segir Gunnar og tíundar ástæður áskorunarinnar.

„Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar [hann] gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“

Gunnar segir að svo skemmi ekki fyrir hversu vel hann er giftur.

„Felix Bergsson þekki ég betur en flestir aðrir. Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.  Saman eru þeir sannkallað ofurpar. Auk þess þekkja þeir það vel, af eigin raun, hvað það er að berjast fyrir mannréttindum og eru í gríðarlega góðum tengslum við land og þjóð.  Þeir verða forestapar sem þjóðin getur verið stolt af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“